Haukar í eldlínunni í dag 30. september 2005 00:01 Það verður hart barist á Ásvöllum í dag þegar kvenna- og karlalið Hauka í handbolta verða í eldlínunni í Evrópukeppninni í handbolta. Karlaliðið mætir danska liðinu Århus GF í C-riðli Meistaradeildar Evrópu en Þorvarður Tjörvi Ólafsson hefur leikið með báðum liðunum og þekkir því vel til þeirra beggja. "Århus GF spilar hraðan handbolta og það er eiginlega alltaf skoruð mörg mörk í leikjum liðsins. Markvarslan og varnarleikurinn verða að vera í góðu lagi. Möguleikar Hauka felast fyrst og fremst í því að vera grimmir í vörninni og þora svo að sækja hratt þegar færi gefst. Ég hef fulla trú á Haukum þó að Århus GF sé óneitanlega sterkt lið." Einn Íslendingur leikur nú með Århus GF en það er hornamaðurinn Sturla Ásgeirsson, en hann lék með ÍR áður en hann hélt utan fyrir rúmlega einu ári. Páll Ólafsson, þjálfari Hauka, segir leikmenn sína vera óhrædda og staðráðna í því að standa sig vel. "Danskur handbolti er mjög hraður og skemmtilegur og ef við ætlum að standa okkur gegn Århus GF þarf einbeiting leikmanna að vera í góðu lagi. Hún hefur ekki verið nógu góð í öllum leikjunum í DHL-deildinni en hefur þó batnað með hverjum leiknum. Ég finn fyrir mikilli tilhlökkun í hópnum og þetta á eftir að verða hörkuleikur." Kvennalið Hauka keppir tvo leiki gegn svissneska liðinu St. Otmar um helgina og fer fyrri leikurinn fram í dag á Ásvöllum. Guðbjörg Guðmannsdóttir, hornamaður í liði Hauka, vonast til þess að fá sem flesta áhorfendur á leikina um helgina. "Við vitum nú ekki alveg hverju við eigum von á og því verðum við að vera einbeittar þegar í leikinn er komið. Við hlökkum mikið til þess að spila þessa leiki og að sjálfsögðu ætlum við okkur sigur í báðum leikjunum. Vonandi fjölmenna stuðningsmenn okkar á leikinn." Íslenski handboltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Þýskaland - Spánn | Hvort mætir Englendingum? Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Sutton snýr aftur á Krókinn Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Sinner búinn að fyrirgefa sjúkraþjálfaranum sem setti hann í bann Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Sú næstelsta til þess að vinna alvöru leik Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sjá meira
Það verður hart barist á Ásvöllum í dag þegar kvenna- og karlalið Hauka í handbolta verða í eldlínunni í Evrópukeppninni í handbolta. Karlaliðið mætir danska liðinu Århus GF í C-riðli Meistaradeildar Evrópu en Þorvarður Tjörvi Ólafsson hefur leikið með báðum liðunum og þekkir því vel til þeirra beggja. "Århus GF spilar hraðan handbolta og það er eiginlega alltaf skoruð mörg mörk í leikjum liðsins. Markvarslan og varnarleikurinn verða að vera í góðu lagi. Möguleikar Hauka felast fyrst og fremst í því að vera grimmir í vörninni og þora svo að sækja hratt þegar færi gefst. Ég hef fulla trú á Haukum þó að Århus GF sé óneitanlega sterkt lið." Einn Íslendingur leikur nú með Århus GF en það er hornamaðurinn Sturla Ásgeirsson, en hann lék með ÍR áður en hann hélt utan fyrir rúmlega einu ári. Páll Ólafsson, þjálfari Hauka, segir leikmenn sína vera óhrædda og staðráðna í því að standa sig vel. "Danskur handbolti er mjög hraður og skemmtilegur og ef við ætlum að standa okkur gegn Århus GF þarf einbeiting leikmanna að vera í góðu lagi. Hún hefur ekki verið nógu góð í öllum leikjunum í DHL-deildinni en hefur þó batnað með hverjum leiknum. Ég finn fyrir mikilli tilhlökkun í hópnum og þetta á eftir að verða hörkuleikur." Kvennalið Hauka keppir tvo leiki gegn svissneska liðinu St. Otmar um helgina og fer fyrri leikurinn fram í dag á Ásvöllum. Guðbjörg Guðmannsdóttir, hornamaður í liði Hauka, vonast til þess að fá sem flesta áhorfendur á leikina um helgina. "Við vitum nú ekki alveg hverju við eigum von á og því verðum við að vera einbeittar þegar í leikinn er komið. Við hlökkum mikið til þess að spila þessa leiki og að sjálfsögðu ætlum við okkur sigur í báðum leikjunum. Vonandi fjölmenna stuðningsmenn okkar á leikinn."
Íslenski handboltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Þýskaland - Spánn | Hvort mætir Englendingum? Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Sutton snýr aftur á Krókinn Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Sinner búinn að fyrirgefa sjúkraþjálfaranum sem setti hann í bann Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Sú næstelsta til þess að vinna alvöru leik Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sjá meira