Krefur ráðuneytið um upplýsingar 28. september 2005 00:01 Umboðsmaður Alþingis kannar ekki hæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra við sölu ríkisins á Búnaðarbankanum til S-hópsins árið 2002. Umboðsmaður krefur þó forsætisráðuneytið um upplýsingar um hvaða reglum sé fylgt við einkavæðingu. Umboðsmaður Alþingis segir í áliti fyrir stjórnarandstöðuna um hæfi Halldórs Ásgrímssonar varðandi sölu Búnaðarbankans til S-hópsins að eins og á standi séu ekki forsendur til athugunarinnar að hans frumkvæði. Hann hefur hins vegar sent forsætisráðuneytinu erindi þar sem farið er fram á upplýsingar um einkavæðingu ríkisins. Markmiðið sé að bæta fyrirkomulagið til frambúðar. Spurningar umboðsmanns til forsætisráðuneytisins eru þessar: Í fyrsta lagi hvort til standi að skýra betur eða setja ný lög um framkvæmd einkavæðingar enda liggi fyrir álit Ríkisendurskoðunar sem segi verklagsreglur um framkvæmd einkavæðingar óljósar og hvatt til að þær verði skýrðar frekar. Þetta gerði Ríkisendurskoðun raunar líka í skýrslu vegna sölu Landsbankans. Í öðru lagi hvort skýra eigi betur stöðu aðila sem hafa með einkavæðinguna að gera. Umboðsmaður spyr í bréfi sínu hvort til standi að skýra betur verksvið þeirra nefnda og viðkomandi ríkisfyrirtækja sem að einkavæðingunni koma. Umboðsmaður spyr í þriðja lagi hvort, og þá hvaða, reglum eða verklagi hafi verið fylgt í tengslum við upplýsingagjöf þeirra sem komið hafa að einkavæðingaferlinu með tilliti til hugsanlegs vanhæfis. Ef slíkt verklag hafi ekki verið viðhaft spyr umboðsmaður hvort ekki sé rétt að slíku verklagi verði komið á. Fjórða spurning umboðsmanns til forsætisráðuneytis vegna einkavæðingar beinist svo að því hvort til standi að selja hlut ríkisins í einstaka félögum eða fyrirtækjum í þess eigu. Umboðsmaður vill vita hvort þurfi að skerpa á reglum um einkavæðingu með lögum eða endurskoðun gildandi reglna. Forsætisráðuneyti ber að svara umboðsmanni áður en október er liðinn. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis kannar ekki hæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra við sölu ríkisins á Búnaðarbankanum til S-hópsins árið 2002. Umboðsmaður krefur þó forsætisráðuneytið um upplýsingar um hvaða reglum sé fylgt við einkavæðingu. Umboðsmaður Alþingis segir í áliti fyrir stjórnarandstöðuna um hæfi Halldórs Ásgrímssonar varðandi sölu Búnaðarbankans til S-hópsins að eins og á standi séu ekki forsendur til athugunarinnar að hans frumkvæði. Hann hefur hins vegar sent forsætisráðuneytinu erindi þar sem farið er fram á upplýsingar um einkavæðingu ríkisins. Markmiðið sé að bæta fyrirkomulagið til frambúðar. Spurningar umboðsmanns til forsætisráðuneytisins eru þessar: Í fyrsta lagi hvort til standi að skýra betur eða setja ný lög um framkvæmd einkavæðingar enda liggi fyrir álit Ríkisendurskoðunar sem segi verklagsreglur um framkvæmd einkavæðingar óljósar og hvatt til að þær verði skýrðar frekar. Þetta gerði Ríkisendurskoðun raunar líka í skýrslu vegna sölu Landsbankans. Í öðru lagi hvort skýra eigi betur stöðu aðila sem hafa með einkavæðinguna að gera. Umboðsmaður spyr í bréfi sínu hvort til standi að skýra betur verksvið þeirra nefnda og viðkomandi ríkisfyrirtækja sem að einkavæðingunni koma. Umboðsmaður spyr í þriðja lagi hvort, og þá hvaða, reglum eða verklagi hafi verið fylgt í tengslum við upplýsingagjöf þeirra sem komið hafa að einkavæðingaferlinu með tilliti til hugsanlegs vanhæfis. Ef slíkt verklag hafi ekki verið viðhaft spyr umboðsmaður hvort ekki sé rétt að slíku verklagi verði komið á. Fjórða spurning umboðsmanns til forsætisráðuneytis vegna einkavæðingar beinist svo að því hvort til standi að selja hlut ríkisins í einstaka félögum eða fyrirtækjum í þess eigu. Umboðsmaður vill vita hvort þurfi að skerpa á reglum um einkavæðingu með lögum eða endurskoðun gildandi reglna. Forsætisráðuneyti ber að svara umboðsmanni áður en október er liðinn.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira