Krefur ráðuneytið um upplýsingar 28. september 2005 00:01 Umboðsmaður Alþingis kannar ekki hæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra við sölu ríkisins á Búnaðarbankanum til S-hópsins árið 2002. Umboðsmaður krefur þó forsætisráðuneytið um upplýsingar um hvaða reglum sé fylgt við einkavæðingu. Umboðsmaður Alþingis segir í áliti fyrir stjórnarandstöðuna um hæfi Halldórs Ásgrímssonar varðandi sölu Búnaðarbankans til S-hópsins að eins og á standi séu ekki forsendur til athugunarinnar að hans frumkvæði. Hann hefur hins vegar sent forsætisráðuneytinu erindi þar sem farið er fram á upplýsingar um einkavæðingu ríkisins. Markmiðið sé að bæta fyrirkomulagið til frambúðar. Spurningar umboðsmanns til forsætisráðuneytisins eru þessar: Í fyrsta lagi hvort til standi að skýra betur eða setja ný lög um framkvæmd einkavæðingar enda liggi fyrir álit Ríkisendurskoðunar sem segi verklagsreglur um framkvæmd einkavæðingar óljósar og hvatt til að þær verði skýrðar frekar. Þetta gerði Ríkisendurskoðun raunar líka í skýrslu vegna sölu Landsbankans. Í öðru lagi hvort skýra eigi betur stöðu aðila sem hafa með einkavæðinguna að gera. Umboðsmaður spyr í bréfi sínu hvort til standi að skýra betur verksvið þeirra nefnda og viðkomandi ríkisfyrirtækja sem að einkavæðingunni koma. Umboðsmaður spyr í þriðja lagi hvort, og þá hvaða, reglum eða verklagi hafi verið fylgt í tengslum við upplýsingagjöf þeirra sem komið hafa að einkavæðingaferlinu með tilliti til hugsanlegs vanhæfis. Ef slíkt verklag hafi ekki verið viðhaft spyr umboðsmaður hvort ekki sé rétt að slíku verklagi verði komið á. Fjórða spurning umboðsmanns til forsætisráðuneytis vegna einkavæðingar beinist svo að því hvort til standi að selja hlut ríkisins í einstaka félögum eða fyrirtækjum í þess eigu. Umboðsmaður vill vita hvort þurfi að skerpa á reglum um einkavæðingu með lögum eða endurskoðun gildandi reglna. Forsætisráðuneyti ber að svara umboðsmanni áður en október er liðinn. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis kannar ekki hæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra við sölu ríkisins á Búnaðarbankanum til S-hópsins árið 2002. Umboðsmaður krefur þó forsætisráðuneytið um upplýsingar um hvaða reglum sé fylgt við einkavæðingu. Umboðsmaður Alþingis segir í áliti fyrir stjórnarandstöðuna um hæfi Halldórs Ásgrímssonar varðandi sölu Búnaðarbankans til S-hópsins að eins og á standi séu ekki forsendur til athugunarinnar að hans frumkvæði. Hann hefur hins vegar sent forsætisráðuneytinu erindi þar sem farið er fram á upplýsingar um einkavæðingu ríkisins. Markmiðið sé að bæta fyrirkomulagið til frambúðar. Spurningar umboðsmanns til forsætisráðuneytisins eru þessar: Í fyrsta lagi hvort til standi að skýra betur eða setja ný lög um framkvæmd einkavæðingar enda liggi fyrir álit Ríkisendurskoðunar sem segi verklagsreglur um framkvæmd einkavæðingar óljósar og hvatt til að þær verði skýrðar frekar. Þetta gerði Ríkisendurskoðun raunar líka í skýrslu vegna sölu Landsbankans. Í öðru lagi hvort skýra eigi betur stöðu aðila sem hafa með einkavæðinguna að gera. Umboðsmaður spyr í bréfi sínu hvort til standi að skýra betur verksvið þeirra nefnda og viðkomandi ríkisfyrirtækja sem að einkavæðingunni koma. Umboðsmaður spyr í þriðja lagi hvort, og þá hvaða, reglum eða verklagi hafi verið fylgt í tengslum við upplýsingagjöf þeirra sem komið hafa að einkavæðingaferlinu með tilliti til hugsanlegs vanhæfis. Ef slíkt verklag hafi ekki verið viðhaft spyr umboðsmaður hvort ekki sé rétt að slíku verklagi verði komið á. Fjórða spurning umboðsmanns til forsætisráðuneytis vegna einkavæðingar beinist svo að því hvort til standi að selja hlut ríkisins í einstaka félögum eða fyrirtækjum í þess eigu. Umboðsmaður vill vita hvort þurfi að skerpa á reglum um einkavæðingu með lögum eða endurskoðun gildandi reglna. Forsætisráðuneyti ber að svara umboðsmanni áður en október er liðinn.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira