Bregðist við fréttum Fréttablaðs

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur skipað Póst- og fjarskiptastofnun að bregðast sérstaklega við vegna frétta Fréttablaðsins sem byggja á tölvupóstum sem það hefur komist yfir. Stofnunin hefur eftirlit með fjarskiptafyrirtækjum og starfsmönnum þeirra. Sturla segir í bréfi sem hann hefur ritað stofnuninni að tölvupóstur og önnur gögn um einkamálefni fólks njóti ríkrar verndar í stjórnarskrá og fjarskiptalögum. Hann segir viðurlög við þessu hörð en telur ekki síður mikilvægt að almenningur glati ekki trausti á rafrænum samskiptum og öðrum grunnþáttum upplýsingasamfélagsins. Og Vodafone hefur þegar beðið um rannsókn vegna ásakana Jónínu Benediktsdóttur um að tölvupóstskeyti sem Fréttablaðið hefur séu frá fyrirtækinu komin.