Yrði nefndin óháð? 26. september 2005 00:01 Stjórnarskrá Íslands gerir ráð fyrir að Alþingismenn sitji í rannsóknarnefnd um Baugsmálið ef til þess kemur að slík nefnd verði skipuð. Sigurður Líndal lagaprófessor telur að það yrði mjög erfitt að sannfæra almenning um að nefndin yrði í raun og veru óháð. Slík nefnd var síðast skipuð fyrir fimmtíu árum. Alþingismenn Samfylkingarinnar hafa sagst fylgjandi því að óháð nefnd verði skipuð til að skoða Baugsmálið ofan í kjölinn. Aðrir, þeirra á meðal Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafa lýst yfir efasemdum, því að nefnd af þessu tagi yrði aldrei óháð, hvernig sem hún yrði skipuð. Í 39 grein stjórnarskrárinnar er fjallað um möguleikann á slíkri nefnd. Þar segir: Alþingi getur skipað nefndir alþingismanna til að rannsaka mikilvæg mál, er almenning varða. Alþingi getur veitt nefndum þessum rétt til að heimta skýrslur, munnlegar og bréflegar, bæði af embættismönnum og einstökum mönnum. Í stjórnarskránni er sem sagt gert ráð fyrir að nefndin yrði skipuð Alþingismönnum. Það eitt myndi veikja tiltrú almennings að mati Sigurðar Líndals, lagaprófessors. En að mati Sigurðar er það eitt víst að almenningur myndi seinlega trúa því að alþingismennirnir væru óháðir. Eftir umræðu síðustu daga yrði jafnvel enn erfiðara en ella að sannfæra almenning að mati Sigurðar. Hann segir þó alltaf mögulegt að setja lög um að aðrir en þingmenn myndu sitja í nefndinni en hann kunni því þó ekki dæmi. Alþingi getur sett lög um að skipa slíka nefnd og sett henni starfsreglur og skilgreint verkefni hennar. Sigurður segir að dæmi séu um slíkar nefndir erlendis. Hann telur samt að það yrði alltaf erfitt að koma ákvæðinu í stjórnarskrá, því að mjög erfitt yrði að skilgreina við hvaða tilefni ætti að skipa slíka nefnd. Síðast var skipuð rannsóknarnefnd vegna okurmálsins svokallaða, þegar hópur manna reyndi að nýta sér verðbólguástand með því að selja skuldabréf með afföllum. Það var árið 1955, eða fyrir fimmtíu árum. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira
Stjórnarskrá Íslands gerir ráð fyrir að Alþingismenn sitji í rannsóknarnefnd um Baugsmálið ef til þess kemur að slík nefnd verði skipuð. Sigurður Líndal lagaprófessor telur að það yrði mjög erfitt að sannfæra almenning um að nefndin yrði í raun og veru óháð. Slík nefnd var síðast skipuð fyrir fimmtíu árum. Alþingismenn Samfylkingarinnar hafa sagst fylgjandi því að óháð nefnd verði skipuð til að skoða Baugsmálið ofan í kjölinn. Aðrir, þeirra á meðal Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafa lýst yfir efasemdum, því að nefnd af þessu tagi yrði aldrei óháð, hvernig sem hún yrði skipuð. Í 39 grein stjórnarskrárinnar er fjallað um möguleikann á slíkri nefnd. Þar segir: Alþingi getur skipað nefndir alþingismanna til að rannsaka mikilvæg mál, er almenning varða. Alþingi getur veitt nefndum þessum rétt til að heimta skýrslur, munnlegar og bréflegar, bæði af embættismönnum og einstökum mönnum. Í stjórnarskránni er sem sagt gert ráð fyrir að nefndin yrði skipuð Alþingismönnum. Það eitt myndi veikja tiltrú almennings að mati Sigurðar Líndals, lagaprófessors. En að mati Sigurðar er það eitt víst að almenningur myndi seinlega trúa því að alþingismennirnir væru óháðir. Eftir umræðu síðustu daga yrði jafnvel enn erfiðara en ella að sannfæra almenning að mati Sigurðar. Hann segir þó alltaf mögulegt að setja lög um að aðrir en þingmenn myndu sitja í nefndinni en hann kunni því þó ekki dæmi. Alþingi getur sett lög um að skipa slíka nefnd og sett henni starfsreglur og skilgreint verkefni hennar. Sigurður segir að dæmi séu um slíkar nefndir erlendis. Hann telur samt að það yrði alltaf erfitt að koma ákvæðinu í stjórnarskrá, því að mjög erfitt yrði að skilgreina við hvaða tilefni ætti að skipa slíka nefnd. Síðast var skipuð rannsóknarnefnd vegna okurmálsins svokallaða, þegar hópur manna reyndi að nýta sér verðbólguástand með því að selja skuldabréf með afföllum. Það var árið 1955, eða fyrir fimmtíu árum.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira