Yrði nefndin óháð? 26. september 2005 00:01 Stjórnarskrá Íslands gerir ráð fyrir að Alþingismenn sitji í rannsóknarnefnd um Baugsmálið ef til þess kemur að slík nefnd verði skipuð. Sigurður Líndal lagaprófessor telur að það yrði mjög erfitt að sannfæra almenning um að nefndin yrði í raun og veru óháð. Slík nefnd var síðast skipuð fyrir fimmtíu árum. Alþingismenn Samfylkingarinnar hafa sagst fylgjandi því að óháð nefnd verði skipuð til að skoða Baugsmálið ofan í kjölinn. Aðrir, þeirra á meðal Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafa lýst yfir efasemdum, því að nefnd af þessu tagi yrði aldrei óháð, hvernig sem hún yrði skipuð. Í 39 grein stjórnarskrárinnar er fjallað um möguleikann á slíkri nefnd. Þar segir: Alþingi getur skipað nefndir alþingismanna til að rannsaka mikilvæg mál, er almenning varða. Alþingi getur veitt nefndum þessum rétt til að heimta skýrslur, munnlegar og bréflegar, bæði af embættismönnum og einstökum mönnum. Í stjórnarskránni er sem sagt gert ráð fyrir að nefndin yrði skipuð Alþingismönnum. Það eitt myndi veikja tiltrú almennings að mati Sigurðar Líndals, lagaprófessors. En að mati Sigurðar er það eitt víst að almenningur myndi seinlega trúa því að alþingismennirnir væru óháðir. Eftir umræðu síðustu daga yrði jafnvel enn erfiðara en ella að sannfæra almenning að mati Sigurðar. Hann segir þó alltaf mögulegt að setja lög um að aðrir en þingmenn myndu sitja í nefndinni en hann kunni því þó ekki dæmi. Alþingi getur sett lög um að skipa slíka nefnd og sett henni starfsreglur og skilgreint verkefni hennar. Sigurður segir að dæmi séu um slíkar nefndir erlendis. Hann telur samt að það yrði alltaf erfitt að koma ákvæðinu í stjórnarskrá, því að mjög erfitt yrði að skilgreina við hvaða tilefni ætti að skipa slíka nefnd. Síðast var skipuð rannsóknarnefnd vegna okurmálsins svokallaða, þegar hópur manna reyndi að nýta sér verðbólguástand með því að selja skuldabréf með afföllum. Það var árið 1955, eða fyrir fimmtíu árum. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira
Stjórnarskrá Íslands gerir ráð fyrir að Alþingismenn sitji í rannsóknarnefnd um Baugsmálið ef til þess kemur að slík nefnd verði skipuð. Sigurður Líndal lagaprófessor telur að það yrði mjög erfitt að sannfæra almenning um að nefndin yrði í raun og veru óháð. Slík nefnd var síðast skipuð fyrir fimmtíu árum. Alþingismenn Samfylkingarinnar hafa sagst fylgjandi því að óháð nefnd verði skipuð til að skoða Baugsmálið ofan í kjölinn. Aðrir, þeirra á meðal Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafa lýst yfir efasemdum, því að nefnd af þessu tagi yrði aldrei óháð, hvernig sem hún yrði skipuð. Í 39 grein stjórnarskrárinnar er fjallað um möguleikann á slíkri nefnd. Þar segir: Alþingi getur skipað nefndir alþingismanna til að rannsaka mikilvæg mál, er almenning varða. Alþingi getur veitt nefndum þessum rétt til að heimta skýrslur, munnlegar og bréflegar, bæði af embættismönnum og einstökum mönnum. Í stjórnarskránni er sem sagt gert ráð fyrir að nefndin yrði skipuð Alþingismönnum. Það eitt myndi veikja tiltrú almennings að mati Sigurðar Líndals, lagaprófessors. En að mati Sigurðar er það eitt víst að almenningur myndi seinlega trúa því að alþingismennirnir væru óháðir. Eftir umræðu síðustu daga yrði jafnvel enn erfiðara en ella að sannfæra almenning að mati Sigurðar. Hann segir þó alltaf mögulegt að setja lög um að aðrir en þingmenn myndu sitja í nefndinni en hann kunni því þó ekki dæmi. Alþingi getur sett lög um að skipa slíka nefnd og sett henni starfsreglur og skilgreint verkefni hennar. Sigurður segir að dæmi séu um slíkar nefndir erlendis. Hann telur samt að það yrði alltaf erfitt að koma ákvæðinu í stjórnarskrá, því að mjög erfitt yrði að skilgreina við hvaða tilefni ætti að skipa slíka nefnd. Síðast var skipuð rannsóknarnefnd vegna okurmálsins svokallaða, þegar hópur manna reyndi að nýta sér verðbólguástand með því að selja skuldabréf með afföllum. Það var árið 1955, eða fyrir fimmtíu árum.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira