Ýjar að því að hafa gögn um Baug 26. september 2005 00:01 Ritstjóri Morgunblaðsins lætur óbeint að því liggja í blaðinu í dag að hann hafi undir höndum gögn sem sýni að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi gefið lögfræðingum sínum fyrirmæli um að ganga á milli bols og höfuðs á Jóni Gerald Sullenberger, bæði fjárhagslega og viðskiptalega. Styrmir Gunnarsson ritstjóri fer þannig í málið að varpa fram þeirri spurningu hvort satt sé að einhverjir aðilar á vegum fyrrverandi viðskiptafélaga Jóns Geralds Sullenbergers hjá Baugi hafi ráðið einkaspæjara í Bandaríkjunum til þess að rannsaka einkahagi hans og eiginkonu hans og líf þeirra allt. Í sama dúr spyr Styrmir hvort til sé tölvupóstur yfir það að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi gefið fyrirmæli til lögfræðinga sinna um að það skuli gengið milli bols og höfuðs á Jóni Gerald fjárhagslega og viðskiptalega. Hann segir þó ekki nánar hvort það séu einmitt þau gögn, sem blaðið hefur undir höndum, og svari þá áðurnefndum spurningum, en óneitanlega bendir flest til þess. Hann segir enn fremur að það hefði komið sér illa fyrir Baugsmenn ef Morgunblaðið hefði á sínum tíma birt gögn um innanhússamskipti milli manna í Baugi og milli þeirra annars vegar og viðskiptafélaga þeirra í Flórída hins vegar. Þau gögn séu enn í fórum blaðsins og um helgina hafi ýmsir kvatt sig til að birta þau í ljósi þess að blað í eigu Baugsmanna hafi verið að birta gömul tölvupóstsviðskipti sín við annað fólk. Styrmir segist vera að hugleiða þessar hvatningar og segir svo orðrétt: „Það sem mælir á móti að gera það, úr því sem komið er, er einfaldlega það að maður á helst ekki að brjóta eigin starfsreglur þótt aðrir geri það. En svo er sagt að nauðsyn brjóti lög,“ segir Styrmir Gunnarsson. Hann hefur boðað til fundar með starfsmönnum sínum klukkan tvö í dag til að skýra málið fyrir þeim. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Ritstjóri Morgunblaðsins lætur óbeint að því liggja í blaðinu í dag að hann hafi undir höndum gögn sem sýni að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi gefið lögfræðingum sínum fyrirmæli um að ganga á milli bols og höfuðs á Jóni Gerald Sullenberger, bæði fjárhagslega og viðskiptalega. Styrmir Gunnarsson ritstjóri fer þannig í málið að varpa fram þeirri spurningu hvort satt sé að einhverjir aðilar á vegum fyrrverandi viðskiptafélaga Jóns Geralds Sullenbergers hjá Baugi hafi ráðið einkaspæjara í Bandaríkjunum til þess að rannsaka einkahagi hans og eiginkonu hans og líf þeirra allt. Í sama dúr spyr Styrmir hvort til sé tölvupóstur yfir það að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi gefið fyrirmæli til lögfræðinga sinna um að það skuli gengið milli bols og höfuðs á Jóni Gerald fjárhagslega og viðskiptalega. Hann segir þó ekki nánar hvort það séu einmitt þau gögn, sem blaðið hefur undir höndum, og svari þá áðurnefndum spurningum, en óneitanlega bendir flest til þess. Hann segir enn fremur að það hefði komið sér illa fyrir Baugsmenn ef Morgunblaðið hefði á sínum tíma birt gögn um innanhússamskipti milli manna í Baugi og milli þeirra annars vegar og viðskiptafélaga þeirra í Flórída hins vegar. Þau gögn séu enn í fórum blaðsins og um helgina hafi ýmsir kvatt sig til að birta þau í ljósi þess að blað í eigu Baugsmanna hafi verið að birta gömul tölvupóstsviðskipti sín við annað fólk. Styrmir segist vera að hugleiða þessar hvatningar og segir svo orðrétt: „Það sem mælir á móti að gera það, úr því sem komið er, er einfaldlega það að maður á helst ekki að brjóta eigin starfsreglur þótt aðrir geri það. En svo er sagt að nauðsyn brjóti lög,“ segir Styrmir Gunnarsson. Hann hefur boðað til fundar með starfsmönnum sínum klukkan tvö í dag til að skýra málið fyrir þeim.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira