Finnur sig vel á heimaslóðunum 25. september 2005 00:01 Rúnar Sigtryggsson, spilandi þjálfari karlaliðs Þórs í handbolta, átti góðan leik með liði sínu um helgina og skoraði sjö mörk í 25-24 sigri Þórs á Stjörnunni í DHL-deildinni. Stjarnan leiddi leikinn allan tímann en hinn ungi Arnar Þór Gunnarsson skoraði sigurmark Þórs fjórum sekúndum fyrir leikslok með góðu skoti úr horninu. "Við vorum að elta Stjörnuna allan leikinn og náðum að komast yfir einu sinni í öllum leiknum, og það var á besta tíma," sagði Rúnar.Eftir mörg góð ár í atvinnumennsku ákvað Rúnar að snúa aftur á heimaslóðir en hann lék með Þór á sínum yngri árum. Hann er ekki í nokkrum vafa um að margir leikmanna Þórsliðsins eigi framtíðina fyrir sér. "Mér finnst vera margir efnilegir leikmenn í liðinu. Ef þeir verða duglegir að æfa finnst mér alveg eins líklegt að þeir nái langt í framtíðinni. Ég mun reyna að miðla til þeirra eins miklu og ég get og með aukinni reynslu koma þeir til með að bæta leik sinn mikið." Rúnari líst vel á veturinn og telur að handboltinn sé í mikilli sókn um þess mundir. "Það hefur verið góð umgjörð um leikina víðast hvar og fjölmiðlar hafa einnig fjallað mikið um handboltann. Nú verða félögin að nýta þennan meðbyr sem nú skapast til þess að vera með enn meiri stemningu í kringum deildarkeppnina."Rúnar var nokkuð marksækinn í leiknum um helgina og skoraði sjö mörk og átti þar að auki sex sendingar sem gáfu mörk. Hann hefur hingað til verið þekktur fyrir að vera sterkur varnarmaður og var einn lykilmanna varnarleiks íslenska landsliðsins á tímabili. "Ég tel mig nú ekkert vera í neinu sérstöku formi núna. Ég hef hvílt vel en er alveg laus við meiðsli og hef virkilega gaman af því að spila þessa dagana. Það er ánægjulegt að geta komið heim í sitt gamla félag og vonandi munum við ná góðum árangri í vetur." Íslenski handboltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Vildi ekki rota og meiða Tyson Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Sjá meira
Rúnar Sigtryggsson, spilandi þjálfari karlaliðs Þórs í handbolta, átti góðan leik með liði sínu um helgina og skoraði sjö mörk í 25-24 sigri Þórs á Stjörnunni í DHL-deildinni. Stjarnan leiddi leikinn allan tímann en hinn ungi Arnar Þór Gunnarsson skoraði sigurmark Þórs fjórum sekúndum fyrir leikslok með góðu skoti úr horninu. "Við vorum að elta Stjörnuna allan leikinn og náðum að komast yfir einu sinni í öllum leiknum, og það var á besta tíma," sagði Rúnar.Eftir mörg góð ár í atvinnumennsku ákvað Rúnar að snúa aftur á heimaslóðir en hann lék með Þór á sínum yngri árum. Hann er ekki í nokkrum vafa um að margir leikmanna Þórsliðsins eigi framtíðina fyrir sér. "Mér finnst vera margir efnilegir leikmenn í liðinu. Ef þeir verða duglegir að æfa finnst mér alveg eins líklegt að þeir nái langt í framtíðinni. Ég mun reyna að miðla til þeirra eins miklu og ég get og með aukinni reynslu koma þeir til með að bæta leik sinn mikið." Rúnari líst vel á veturinn og telur að handboltinn sé í mikilli sókn um þess mundir. "Það hefur verið góð umgjörð um leikina víðast hvar og fjölmiðlar hafa einnig fjallað mikið um handboltann. Nú verða félögin að nýta þennan meðbyr sem nú skapast til þess að vera með enn meiri stemningu í kringum deildarkeppnina."Rúnar var nokkuð marksækinn í leiknum um helgina og skoraði sjö mörk og átti þar að auki sex sendingar sem gáfu mörk. Hann hefur hingað til verið þekktur fyrir að vera sterkur varnarmaður og var einn lykilmanna varnarleiks íslenska landsliðsins á tímabili. "Ég tel mig nú ekkert vera í neinu sérstöku formi núna. Ég hef hvílt vel en er alveg laus við meiðsli og hef virkilega gaman af því að spila þessa dagana. Það er ánægjulegt að geta komið heim í sitt gamla félag og vonandi munum við ná góðum árangri í vetur."
Íslenski handboltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Vildi ekki rota og meiða Tyson Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Sjá meira