Vísar fullyrðingum Jónínu á bug 25. september 2005 00:01 Og Vodafone vísar fullyrðingum Jónínu Benediktsdóttur, sem fram komu í hádegisfréttum Bylgjunnar um meðferð á tölvupósti, alfarið á bug. Hún hafi með orðum sínum vegið harkalega að fyrirtækinu með ómaklegum hætti, auk þess sem hún ásaki starfsmenn fyrirtækisins um brot á lögum. Fyrirtækið muni því skoða réttarstöðu sína og starfsmanna frekar. Í tilkynningu sem Og Vodafone sendi rétt í þessu segir: Og Vodafone vísar fullyrðingum Jónínu Benediktsdóttur, sem fram komu í fréttum Bylgjunnar um meðferð á tölvupósti, alfarið á bug. Jafnframt vill Og Vodafone taka fram:Og Vodafone er alhliða fjarskiptafyrirtæki sem þjónustar þúsundir einstaklinga og fyrirtækja. Fyrirtækið sinnir meðal annars ört vaxandi internet þjónustu, svo sem hýsingu á tölvupósti og vefjum. Fyrirtækið byggir starfsemi sína á öflugu og traustu starfsfólki og fullkomnum og öruggum tæknibúnaði.Það er starfsfólki og eigendum Og Vodafone mikið kappsmál að tryggja að fyrirtækið njóti trausts viðskiptavina sinna.Af þeim sökum telur fyrirtækið það háalvarlegt mál þegar því er haldið fram að Og Vodafone tengist með ólögmætum hætti dreifingu á tölvupósti eða persónulegum gögnum viðskiptavina. Í raun er ekki einungis um að ræða ásakanir á hendur eigendum Og Vodafone heldur ennfremur því starfsfólki sem starfar hjá fyrirtækinu.Beinn aðgangur að póstþjóni sem hýsir póst viðskiptavina Og Vodafone einskorðast við mjög fáa starfsmenn, sem allir hafa undirritað trúnaðaryfirlýsingu, vegna starfa sinna hjá fyrirtækinu. Þessi aðgangur er eingöngu vegna kerfisumsýslu og viðhalds. Jafnframt eru skýr fyrirmæli í fjarskiptalögum um meðferð persónuupplýsinga.Og Vodafone telur því ummæli Jónínu Benediktsdóttur, þar sem hún gefur í skyn að fyrirtækið tengist með einhverjum hætti dreifingu á tölvupósti í hennar eigu, mjög alvarleg. Hún hefur með orðum sínum vegið harkalega að fyrirtækinu með ómaklegum hætti. Jafnframt ásakar hún starfsmenn fyrirtækisins um brot á lögum. Fyrirtækið mun því skoða réttarstöðu sína og starfsmanna frekar. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Og Vodafone vísar fullyrðingum Jónínu Benediktsdóttur, sem fram komu í hádegisfréttum Bylgjunnar um meðferð á tölvupósti, alfarið á bug. Hún hafi með orðum sínum vegið harkalega að fyrirtækinu með ómaklegum hætti, auk þess sem hún ásaki starfsmenn fyrirtækisins um brot á lögum. Fyrirtækið muni því skoða réttarstöðu sína og starfsmanna frekar. Í tilkynningu sem Og Vodafone sendi rétt í þessu segir: Og Vodafone vísar fullyrðingum Jónínu Benediktsdóttur, sem fram komu í fréttum Bylgjunnar um meðferð á tölvupósti, alfarið á bug. Jafnframt vill Og Vodafone taka fram:Og Vodafone er alhliða fjarskiptafyrirtæki sem þjónustar þúsundir einstaklinga og fyrirtækja. Fyrirtækið sinnir meðal annars ört vaxandi internet þjónustu, svo sem hýsingu á tölvupósti og vefjum. Fyrirtækið byggir starfsemi sína á öflugu og traustu starfsfólki og fullkomnum og öruggum tæknibúnaði.Það er starfsfólki og eigendum Og Vodafone mikið kappsmál að tryggja að fyrirtækið njóti trausts viðskiptavina sinna.Af þeim sökum telur fyrirtækið það háalvarlegt mál þegar því er haldið fram að Og Vodafone tengist með ólögmætum hætti dreifingu á tölvupósti eða persónulegum gögnum viðskiptavina. Í raun er ekki einungis um að ræða ásakanir á hendur eigendum Og Vodafone heldur ennfremur því starfsfólki sem starfar hjá fyrirtækinu.Beinn aðgangur að póstþjóni sem hýsir póst viðskiptavina Og Vodafone einskorðast við mjög fáa starfsmenn, sem allir hafa undirritað trúnaðaryfirlýsingu, vegna starfa sinna hjá fyrirtækinu. Þessi aðgangur er eingöngu vegna kerfisumsýslu og viðhalds. Jafnframt eru skýr fyrirmæli í fjarskiptalögum um meðferð persónuupplýsinga.Og Vodafone telur því ummæli Jónínu Benediktsdóttur, þar sem hún gefur í skyn að fyrirtækið tengist með einhverjum hætti dreifingu á tölvupósti í hennar eigu, mjög alvarleg. Hún hefur með orðum sínum vegið harkalega að fyrirtækinu með ómaklegum hætti. Jafnframt ásakar hún starfsmenn fyrirtækisins um brot á lögum. Fyrirtækið mun því skoða réttarstöðu sína og starfsmanna frekar.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira