Úkraínski þungaviktarhnefaleikarinn Wladimir Klitschko sigraði "Nígerísku Martröðina" Samuel Peter í bardaga um IBF og WBO titilinn í boxi í Bandaríkjunum í nótt, þrátt fyrir að vera þrisvar sinnum laminn í gólfið af hinum áður ósigraða andstæðingi sínum. Peter náði að slá Klitschko tvisvar niður í fimmtu lotunni og einu sinni í þeirri tíundu, en sá úkraínski sló andstæðing sinn mun oftar í bardaganum og sigraði nokkuð örugglega á stigum. Klitschko sagði í kjölfarið að nú ætlaði hann sér að ná í stóran bardaga. "Nú er ég orðinn áskorandi númer eitt. Ég hef nú sannað að ég get barist tólf lotur og ég hafði mjög gaman af þessum bardaga," sagði hann.