Ekki refsað fyrir nauðgun 22. september 2005 00:01 Hæstiréttur hefur dæmt konu, sem var fórnarlamb hópnauðgunar, 1,1 milljón króna í bætur. Nauðgararnir ganga samt lausir og þurfa ekki að óttast að fara í fangelsi. Konan kom ein á skemmtistaðinn Nelly´s og þar hitti hún mennina þrjá, fór með þeim í partí, sem samkvæmt dómi Hæstaréttar í dag, áttu allir eftir að nauðga henni. Nú, þremur árum síðar, hefur Hæstiréttur dæmt henni rífa milljón í bætur í einkamáli. Saksóknari ákvað þrátt fyrir þrábeiðni hennar og lögmanns hennar að ákæra þá ekki. Þeir fá því engan refsidóm. Atli Gíslason, hæstaréttarlögmaður og lögmaður konunnar, segir gerðar strangari kröfur í opinberum málum en einkamálum. Þar sé lögfest að vafi sé sakborningi í hag. Það sem hafi valdið því fyrst og fremst að saksóknari hafi ekki viljað taka upp málið aftur, þótt þess hafi verið farið á leit við hann og dómsmálaráðherra í tvígang, hafi verið það að rannsókn lögreglunnar hafi verið í skötulíki. Hún hafi að hans mati verið allsendis ófullnægjandi. Aðspurður að hvaða leyti það hafi verið segir Atli að lögreglan hafi horft fyrst og fremst á verknaðinn en ekki á afleiðingarnar. Þær hafi verið nauðgunarafleiðingar og öll einkenni konunnar eftir verknaðinn hafi verið á þann veg og fallið inn í allar fræðibækur um einhverjar 12-15 afleiðingar nauðgana. Atli segir að þegar um brot gegn kynfrelsi kvenna sé að ræða þá standi lögregla sig illa og hún þurfi að endurskoða vinnubrögð sín. Hún þurfi að fara að skoða afleiðingar verknaðanna. Aðspurður hvað þetta kenni fólki nú þegar Hæstiréttur dæmi konunni 1,1 milljón króna í bætur segist Atli vera stoltur af Hæstarétti í þessu máli. Fyrst og fremst sé hann þó stoltur af skjólstæðingi sínum. Konan standi kinnroðalaust fram, leiti réttar síns, vinni málið og fái uppreisn æru. Hún hjálpi sér til sjálfshjálpar. Aðspurður hver borgi bæturnar segir Atli að sótt hafi verið um þær í bótasjóð fyrir þolendur afbrota og ríkissjóður muni endurkrefja karlmennina þrjá, sem sóttir hafi verið til ábyrgðar í málinu og megi vera sakbitnir núna, um fjárhæðirnar, bæði 1,1 milljón í miskabætur og 600 þúsund króna málskostnað af báðum málsstigum. Aðspurður hvort mennirnir hefðu getað sloppið alveg segir Atli að honum hafi fundist málið þess eðlis að hann hafi aldrei trúað því að hann myndi tapa því þótt menn efist alltaf. Þetta hafi verið hópnauðgun, en fræðimenn segi þær nánast undantekningarlaust skipulagðar. Þessi hafi verið skipulögð og gróf. Atli segir að umbjóðandi sinn hafi liðið hryllilega fyrir nauðgunina. Hún hafi ekki þorað að fara út ein á kvöldin og hún hafi sýnt mikil varnarviðbrögð heima hjá sér, lokað öllum gluggum, dregið fyrir og sofið með hníf undir koddanum. Þetta séu allt þekktar afleiðingar fórnarlamba naugðana. Þótt hún fái bætur muni mennirnir ganga lausir. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Sjá meira
Hæstiréttur hefur dæmt konu, sem var fórnarlamb hópnauðgunar, 1,1 milljón króna í bætur. Nauðgararnir ganga samt lausir og þurfa ekki að óttast að fara í fangelsi. Konan kom ein á skemmtistaðinn Nelly´s og þar hitti hún mennina þrjá, fór með þeim í partí, sem samkvæmt dómi Hæstaréttar í dag, áttu allir eftir að nauðga henni. Nú, þremur árum síðar, hefur Hæstiréttur dæmt henni rífa milljón í bætur í einkamáli. Saksóknari ákvað þrátt fyrir þrábeiðni hennar og lögmanns hennar að ákæra þá ekki. Þeir fá því engan refsidóm. Atli Gíslason, hæstaréttarlögmaður og lögmaður konunnar, segir gerðar strangari kröfur í opinberum málum en einkamálum. Þar sé lögfest að vafi sé sakborningi í hag. Það sem hafi valdið því fyrst og fremst að saksóknari hafi ekki viljað taka upp málið aftur, þótt þess hafi verið farið á leit við hann og dómsmálaráðherra í tvígang, hafi verið það að rannsókn lögreglunnar hafi verið í skötulíki. Hún hafi að hans mati verið allsendis ófullnægjandi. Aðspurður að hvaða leyti það hafi verið segir Atli að lögreglan hafi horft fyrst og fremst á verknaðinn en ekki á afleiðingarnar. Þær hafi verið nauðgunarafleiðingar og öll einkenni konunnar eftir verknaðinn hafi verið á þann veg og fallið inn í allar fræðibækur um einhverjar 12-15 afleiðingar nauðgana. Atli segir að þegar um brot gegn kynfrelsi kvenna sé að ræða þá standi lögregla sig illa og hún þurfi að endurskoða vinnubrögð sín. Hún þurfi að fara að skoða afleiðingar verknaðanna. Aðspurður hvað þetta kenni fólki nú þegar Hæstiréttur dæmi konunni 1,1 milljón króna í bætur segist Atli vera stoltur af Hæstarétti í þessu máli. Fyrst og fremst sé hann þó stoltur af skjólstæðingi sínum. Konan standi kinnroðalaust fram, leiti réttar síns, vinni málið og fái uppreisn æru. Hún hjálpi sér til sjálfshjálpar. Aðspurður hver borgi bæturnar segir Atli að sótt hafi verið um þær í bótasjóð fyrir þolendur afbrota og ríkissjóður muni endurkrefja karlmennina þrjá, sem sóttir hafi verið til ábyrgðar í málinu og megi vera sakbitnir núna, um fjárhæðirnar, bæði 1,1 milljón í miskabætur og 600 þúsund króna málskostnað af báðum málsstigum. Aðspurður hvort mennirnir hefðu getað sloppið alveg segir Atli að honum hafi fundist málið þess eðlis að hann hafi aldrei trúað því að hann myndi tapa því þótt menn efist alltaf. Þetta hafi verið hópnauðgun, en fræðimenn segi þær nánast undantekningarlaust skipulagðar. Þessi hafi verið skipulögð og gróf. Atli segir að umbjóðandi sinn hafi liðið hryllilega fyrir nauðgunina. Hún hafi ekki þorað að fara út ein á kvöldin og hún hafi sýnt mikil varnarviðbrögð heima hjá sér, lokað öllum gluggum, dregið fyrir og sofið með hníf undir koddanum. Þetta séu allt þekktar afleiðingar fórnarlamba naugðana. Þótt hún fái bætur muni mennirnir ganga lausir.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Sjá meira