Ekki refsað fyrir nauðgun 22. september 2005 00:01 Hæstiréttur hefur dæmt konu, sem var fórnarlamb hópnauðgunar, 1,1 milljón króna í bætur. Nauðgararnir ganga samt lausir og þurfa ekki að óttast að fara í fangelsi. Konan kom ein á skemmtistaðinn Nelly´s og þar hitti hún mennina þrjá, fór með þeim í partí, sem samkvæmt dómi Hæstaréttar í dag, áttu allir eftir að nauðga henni. Nú, þremur árum síðar, hefur Hæstiréttur dæmt henni rífa milljón í bætur í einkamáli. Saksóknari ákvað þrátt fyrir þrábeiðni hennar og lögmanns hennar að ákæra þá ekki. Þeir fá því engan refsidóm. Atli Gíslason, hæstaréttarlögmaður og lögmaður konunnar, segir gerðar strangari kröfur í opinberum málum en einkamálum. Þar sé lögfest að vafi sé sakborningi í hag. Það sem hafi valdið því fyrst og fremst að saksóknari hafi ekki viljað taka upp málið aftur, þótt þess hafi verið farið á leit við hann og dómsmálaráðherra í tvígang, hafi verið það að rannsókn lögreglunnar hafi verið í skötulíki. Hún hafi að hans mati verið allsendis ófullnægjandi. Aðspurður að hvaða leyti það hafi verið segir Atli að lögreglan hafi horft fyrst og fremst á verknaðinn en ekki á afleiðingarnar. Þær hafi verið nauðgunarafleiðingar og öll einkenni konunnar eftir verknaðinn hafi verið á þann veg og fallið inn í allar fræðibækur um einhverjar 12-15 afleiðingar nauðgana. Atli segir að þegar um brot gegn kynfrelsi kvenna sé að ræða þá standi lögregla sig illa og hún þurfi að endurskoða vinnubrögð sín. Hún þurfi að fara að skoða afleiðingar verknaðanna. Aðspurður hvað þetta kenni fólki nú þegar Hæstiréttur dæmi konunni 1,1 milljón króna í bætur segist Atli vera stoltur af Hæstarétti í þessu máli. Fyrst og fremst sé hann þó stoltur af skjólstæðingi sínum. Konan standi kinnroðalaust fram, leiti réttar síns, vinni málið og fái uppreisn æru. Hún hjálpi sér til sjálfshjálpar. Aðspurður hver borgi bæturnar segir Atli að sótt hafi verið um þær í bótasjóð fyrir þolendur afbrota og ríkissjóður muni endurkrefja karlmennina þrjá, sem sóttir hafi verið til ábyrgðar í málinu og megi vera sakbitnir núna, um fjárhæðirnar, bæði 1,1 milljón í miskabætur og 600 þúsund króna málskostnað af báðum málsstigum. Aðspurður hvort mennirnir hefðu getað sloppið alveg segir Atli að honum hafi fundist málið þess eðlis að hann hafi aldrei trúað því að hann myndi tapa því þótt menn efist alltaf. Þetta hafi verið hópnauðgun, en fræðimenn segi þær nánast undantekningarlaust skipulagðar. Þessi hafi verið skipulögð og gróf. Atli segir að umbjóðandi sinn hafi liðið hryllilega fyrir nauðgunina. Hún hafi ekki þorað að fara út ein á kvöldin og hún hafi sýnt mikil varnarviðbrögð heima hjá sér, lokað öllum gluggum, dregið fyrir og sofið með hníf undir koddanum. Þetta séu allt þekktar afleiðingar fórnarlamba naugðana. Þótt hún fái bætur muni mennirnir ganga lausir. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Sjá meira
Hæstiréttur hefur dæmt konu, sem var fórnarlamb hópnauðgunar, 1,1 milljón króna í bætur. Nauðgararnir ganga samt lausir og þurfa ekki að óttast að fara í fangelsi. Konan kom ein á skemmtistaðinn Nelly´s og þar hitti hún mennina þrjá, fór með þeim í partí, sem samkvæmt dómi Hæstaréttar í dag, áttu allir eftir að nauðga henni. Nú, þremur árum síðar, hefur Hæstiréttur dæmt henni rífa milljón í bætur í einkamáli. Saksóknari ákvað þrátt fyrir þrábeiðni hennar og lögmanns hennar að ákæra þá ekki. Þeir fá því engan refsidóm. Atli Gíslason, hæstaréttarlögmaður og lögmaður konunnar, segir gerðar strangari kröfur í opinberum málum en einkamálum. Þar sé lögfest að vafi sé sakborningi í hag. Það sem hafi valdið því fyrst og fremst að saksóknari hafi ekki viljað taka upp málið aftur, þótt þess hafi verið farið á leit við hann og dómsmálaráðherra í tvígang, hafi verið það að rannsókn lögreglunnar hafi verið í skötulíki. Hún hafi að hans mati verið allsendis ófullnægjandi. Aðspurður að hvaða leyti það hafi verið segir Atli að lögreglan hafi horft fyrst og fremst á verknaðinn en ekki á afleiðingarnar. Þær hafi verið nauðgunarafleiðingar og öll einkenni konunnar eftir verknaðinn hafi verið á þann veg og fallið inn í allar fræðibækur um einhverjar 12-15 afleiðingar nauðgana. Atli segir að þegar um brot gegn kynfrelsi kvenna sé að ræða þá standi lögregla sig illa og hún þurfi að endurskoða vinnubrögð sín. Hún þurfi að fara að skoða afleiðingar verknaðanna. Aðspurður hvað þetta kenni fólki nú þegar Hæstiréttur dæmi konunni 1,1 milljón króna í bætur segist Atli vera stoltur af Hæstarétti í þessu máli. Fyrst og fremst sé hann þó stoltur af skjólstæðingi sínum. Konan standi kinnroðalaust fram, leiti réttar síns, vinni málið og fái uppreisn æru. Hún hjálpi sér til sjálfshjálpar. Aðspurður hver borgi bæturnar segir Atli að sótt hafi verið um þær í bótasjóð fyrir þolendur afbrota og ríkissjóður muni endurkrefja karlmennina þrjá, sem sóttir hafi verið til ábyrgðar í málinu og megi vera sakbitnir núna, um fjárhæðirnar, bæði 1,1 milljón í miskabætur og 600 þúsund króna málskostnað af báðum málsstigum. Aðspurður hvort mennirnir hefðu getað sloppið alveg segir Atli að honum hafi fundist málið þess eðlis að hann hafi aldrei trúað því að hann myndi tapa því þótt menn efist alltaf. Þetta hafi verið hópnauðgun, en fræðimenn segi þær nánast undantekningarlaust skipulagðar. Þessi hafi verið skipulögð og gróf. Atli segir að umbjóðandi sinn hafi liðið hryllilega fyrir nauðgunina. Hún hafi ekki þorað að fara út ein á kvöldin og hún hafi sýnt mikil varnarviðbrögð heima hjá sér, lokað öllum gluggum, dregið fyrir og sofið með hníf undir koddanum. Þetta séu allt þekktar afleiðingar fórnarlamba naugðana. Þótt hún fái bætur muni mennirnir ganga lausir.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Sjá meira