HK leiðir gegn Val í hálfleik

Nú er kominn hálfleikur í viðureign Vals og HK í opnunarleik vetrarins í DHL deild karla í handbolta, en leikurinn fer fram í Laugardalshöll. Það eru HK-menn sem leiða 17-13 í hálfleik og Valdimar Þórsson hefur skorað mest gestanna eða sjö mörk. Hörður Felix Ólafsson hefur farið á kostum í markinu hjá HK og varði 14 skot í hálfleiknum. Hjá Valsmönnum er það Sigurður Eggertsson sem er atkvæðamestur með sex mörk.