Braut framtönn í lögreglumanni

Maður braut framtönn í lögreglumanni í Kópavogi í nótt þegar verið var að handtaka hann. Maðurinn, sem hafði verið með ólæti fyrir utan skemmtistaðinn Players, barðist um á hæl og hnakka við handtökuna og sparkaði í andlit lögreglumannsins. Hann var fluttur í fangageymslur þar sem hann er látinn sofa úr sér vímuna. Hann verður yfirheyrður í dag. Einn var tekinn fyrir ölvunarakstur í Kópavogi á næturvaktinni og einn seinni partinn í gær og var sá ofurölvaður að sögn lögreglunnar.