Goosen undir gegn Campbell

Undanúrslitarimmurnar á heimsmótinu í golfi á Wenworth-vellinum á Englandi eru í fullum gangi. Retief Goosen frá Suður-Afríku burstaði andstæðinga sína fyrstu tvo dagana er þessa stundina að tapa stórt fyrir bandaríska meistaranum frá Nýja-Sjálandi Michael Campbell. Goosen er fimm holum undir eftir 18 holur í morgun. Írinn Paul Mccginley er þremur holum yfir eftir 18 gegn Argentínumanninum Angel Cabrera. Kylfingarnir leika 36 holur í dag ef þörf krefur.