Sigldu bátnum af skerinu 16. september 2005 00:01 Allir voru enn um borð í skemmtibátnum sem fórst á Viðeyjarsundi um síðustu helgi þegar honum var siglt af Skarfaskeri sem hann steytti á, austur Viðeyjarsunds. Skömmu síðar valt báturinn og sökk. Rökstuddur grunur er um að eigandi bátsins og eiginkona hans hafi neytt áfengis um kvöldið, en þau björguðust ásamt 10 ára gömlum syni sínum. 34 ára gamall maður og 51 árs kona fórust í slysinu. Fólkið var beinbrotið og mikið slasað en drengurinn meiddist lítið. "Hann virðist hafa sloppið mjög vel, alla vega líkamlega," segir Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, en hann sendi í gær út tilkynningu um gang rannsóknarinnar á slysinu. Hörður segir ekkert benda til annars en að eigandi og umráðamaður bátsins hafi verið við stýrið þegar áreksturinn var, en engu verði þó slegið um það föstu fyrr en að rannsókn lokinni. Eigandinn og eiginkona hans njóta réttarstöðu sakborninga við yfirheyrslur, en þau hafi svarað öllum spurningum greiðlega. Ferðir bátsins hafa verið raktar út frá upplýsingum í GPS staðsetningartæki sem í honum var. Hörður segir af öllu ljóst að fólkið hafi verið á skemmtisiglingu og farið víða um sundin. Á leið til baka í átta að smábátahöfn Snarfara lenti báturinn á skerinu á talsvert miklum hraða. Báturinn var kyrrstæður á eða við skerið um stund en var síðan siglt af stað aftur. "Skömmu síðar hætti GPS tækið að virka og er talið að báturinn hafi þá sokkið," segir í tilkynningunni. Fram kemur að um borð hafi verið að minnsta kosti fjórir farsíma, en hringt var í Neyðarlínu úr þremur þeirra. Fyrsta hringing var um 10 mínútum eftir áreksturinn, en samband var meira og minna við Neyðarlínu næstu 35 mínútur, að sögn Harðar. Báturinn fannst um 80 mínútum eftir fyrstu hringingu. Hörður segir aðstæður hafa verið erfiðar í myrkrinu á Viðeyjarsundi. "Fólk áttar sig ekkert, jafnvel búið að fá höfðuhögg. Svo fer þetta að skýrast og þá er leit komin í gang." Hann bendir á að ekki fari mikið fyrir bát sem marar í hálfu kafi og leitarsvæðið hafi verið stórt. "Kennileitin eru bara Engey, Viðey, Laugarnes eða Sundahöfn. Þetta er svolítið pláss," segir hann og telur nánast tilviljun hafa ráðið því að gúmbátur lögreglu sigldi fram á fólkið, en þá var fjöldi báta kominn til leitar. "Þetta er ekki nema eins og hálft skrifborð sem stendur upp úr sjó." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
Allir voru enn um borð í skemmtibátnum sem fórst á Viðeyjarsundi um síðustu helgi þegar honum var siglt af Skarfaskeri sem hann steytti á, austur Viðeyjarsunds. Skömmu síðar valt báturinn og sökk. Rökstuddur grunur er um að eigandi bátsins og eiginkona hans hafi neytt áfengis um kvöldið, en þau björguðust ásamt 10 ára gömlum syni sínum. 34 ára gamall maður og 51 árs kona fórust í slysinu. Fólkið var beinbrotið og mikið slasað en drengurinn meiddist lítið. "Hann virðist hafa sloppið mjög vel, alla vega líkamlega," segir Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, en hann sendi í gær út tilkynningu um gang rannsóknarinnar á slysinu. Hörður segir ekkert benda til annars en að eigandi og umráðamaður bátsins hafi verið við stýrið þegar áreksturinn var, en engu verði þó slegið um það föstu fyrr en að rannsókn lokinni. Eigandinn og eiginkona hans njóta réttarstöðu sakborninga við yfirheyrslur, en þau hafi svarað öllum spurningum greiðlega. Ferðir bátsins hafa verið raktar út frá upplýsingum í GPS staðsetningartæki sem í honum var. Hörður segir af öllu ljóst að fólkið hafi verið á skemmtisiglingu og farið víða um sundin. Á leið til baka í átta að smábátahöfn Snarfara lenti báturinn á skerinu á talsvert miklum hraða. Báturinn var kyrrstæður á eða við skerið um stund en var síðan siglt af stað aftur. "Skömmu síðar hætti GPS tækið að virka og er talið að báturinn hafi þá sokkið," segir í tilkynningunni. Fram kemur að um borð hafi verið að minnsta kosti fjórir farsíma, en hringt var í Neyðarlínu úr þremur þeirra. Fyrsta hringing var um 10 mínútum eftir áreksturinn, en samband var meira og minna við Neyðarlínu næstu 35 mínútur, að sögn Harðar. Báturinn fannst um 80 mínútum eftir fyrstu hringingu. Hörður segir aðstæður hafa verið erfiðar í myrkrinu á Viðeyjarsundi. "Fólk áttar sig ekkert, jafnvel búið að fá höfðuhögg. Svo fer þetta að skýrast og þá er leit komin í gang." Hann bendir á að ekki fari mikið fyrir bát sem marar í hálfu kafi og leitarsvæðið hafi verið stórt. "Kennileitin eru bara Engey, Viðey, Laugarnes eða Sundahöfn. Þetta er svolítið pláss," segir hann og telur nánast tilviljun hafa ráðið því að gúmbátur lögreglu sigldi fram á fólkið, en þá var fjöldi báta kominn til leitar. "Þetta er ekki nema eins og hálft skrifborð sem stendur upp úr sjó."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira