Rökstuddur grunur um áfengisneyslu 16. september 2005 00:01 Eigandi bátsins, sem fórst á Viðeyjarsundi fyrir tæpri viku, og kona hans hafa réttarstöðu sakborninga við rannsókn slyssins. Rökstuddur grunur er um að þau hafi neytt áfengis kvöldið örlagaríka. Lögreglan í Reykjavík rannsakar tildrög þess að skemmtibáturinn Harpa steytti á skeri aðfaranótt laugardags með þeim afleiðingum að kona fórst og eins manns er saknað. Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, er eigandi bátsins. Honum, eiginkonu hans og tíu ára syni var bjargað af kyli bátsins og voru bæði Jónas og kona hans alvarlega slösuð. Þau hafa bæði réttarstöðu sakborninga við rannsókn málsins, sem þýðir meðal annars að þau þurfa ekki að tjá sig um málsatriði frekar en þau vilja. Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að hjónin höfðu bæði neytt áfengis kvöldið sem slysið varð. Aðspurður hvort lögreglu gruni að áfengisneysla sé orsök slyssins segir Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, að svo sé alls ekki. Þetta sé hluti af rannsókninni. Spurður hvort vitað sé hver hafi stýrt bátnum þegar slysið hafi orðið segir Hörður að það sé ekki hægt að slá því föstu. Það sé í sjálfu sér eðlilegast að álykta að eigandinn hafi verið við stjórnvölinn í allri ferðinni en lögregla vilji ekki fullyrða að svo hafi verið allan tímann að svo stöddu. Við rannsókn málsins hefur komið í ljós að ferð bátsins hófst klukkan sjö síðasta föstudagskvöld. Úr GPS-staðsetningartæki bátsins fær lögregla upplýsingar um allar ferðir bátsins umrætt kvöld þar með talinn tíma, vegalengdir og hraða. Síðasta hluta siglingarinnar var bátnum siglt eftir hefðbundinni siglingaleið vestur Viðeyjarsund í átt að gömlu höfninni en snúið við og siglt til baka. Á þeirri leið lendi báturinn á skerinu á talsvert miklum hraða. Samkvæmt staðsetningartæki bátsins var honum siglt af eða frá skerinu eftir að hann steytti á því. Þegar báturinn sökk var hann kominn um 100 metra frá skerinu. Að minnsta kosti fjórir símar voru í bátnum þegar slysið varð og var hringt í neyðarlínuna úr þremur þeirra. Fyrsta hringingin var tíu mínútum eftir að báturinn steytti á skerinu. Aðspurður um markmið rannsóknarinnar segir Hörður að það sé einfaldlega að komast að því hvað hafi gerst, hvernig hafi staðið á því að bátur á þessum stað og tíma hafi lent í þessum aðstæðum sem hafi kostað mannslíf. Inntur eftir því hvort mál geti orðið að sakamálarannsókn segir Hörður ekki hægt að útiloka það. Í dag leitaði áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar strendur og eyjar frá Skerjafirði inn í Kollafjörð, út með Kjalanesi og upp á Akranes að Friðriki Ásgeiri Hermannssyni sem saknað er. Þá hefur stórtæk leit verið skipulög á morgun. Fréttir Innlent Lög og regla Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Sjá meira
Eigandi bátsins, sem fórst á Viðeyjarsundi fyrir tæpri viku, og kona hans hafa réttarstöðu sakborninga við rannsókn slyssins. Rökstuddur grunur er um að þau hafi neytt áfengis kvöldið örlagaríka. Lögreglan í Reykjavík rannsakar tildrög þess að skemmtibáturinn Harpa steytti á skeri aðfaranótt laugardags með þeim afleiðingum að kona fórst og eins manns er saknað. Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, er eigandi bátsins. Honum, eiginkonu hans og tíu ára syni var bjargað af kyli bátsins og voru bæði Jónas og kona hans alvarlega slösuð. Þau hafa bæði réttarstöðu sakborninga við rannsókn málsins, sem þýðir meðal annars að þau þurfa ekki að tjá sig um málsatriði frekar en þau vilja. Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að hjónin höfðu bæði neytt áfengis kvöldið sem slysið varð. Aðspurður hvort lögreglu gruni að áfengisneysla sé orsök slyssins segir Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, að svo sé alls ekki. Þetta sé hluti af rannsókninni. Spurður hvort vitað sé hver hafi stýrt bátnum þegar slysið hafi orðið segir Hörður að það sé ekki hægt að slá því föstu. Það sé í sjálfu sér eðlilegast að álykta að eigandinn hafi verið við stjórnvölinn í allri ferðinni en lögregla vilji ekki fullyrða að svo hafi verið allan tímann að svo stöddu. Við rannsókn málsins hefur komið í ljós að ferð bátsins hófst klukkan sjö síðasta föstudagskvöld. Úr GPS-staðsetningartæki bátsins fær lögregla upplýsingar um allar ferðir bátsins umrætt kvöld þar með talinn tíma, vegalengdir og hraða. Síðasta hluta siglingarinnar var bátnum siglt eftir hefðbundinni siglingaleið vestur Viðeyjarsund í átt að gömlu höfninni en snúið við og siglt til baka. Á þeirri leið lendi báturinn á skerinu á talsvert miklum hraða. Samkvæmt staðsetningartæki bátsins var honum siglt af eða frá skerinu eftir að hann steytti á því. Þegar báturinn sökk var hann kominn um 100 metra frá skerinu. Að minnsta kosti fjórir símar voru í bátnum þegar slysið varð og var hringt í neyðarlínuna úr þremur þeirra. Fyrsta hringingin var tíu mínútum eftir að báturinn steytti á skerinu. Aðspurður um markmið rannsóknarinnar segir Hörður að það sé einfaldlega að komast að því hvað hafi gerst, hvernig hafi staðið á því að bátur á þessum stað og tíma hafi lent í þessum aðstæðum sem hafi kostað mannslíf. Inntur eftir því hvort mál geti orðið að sakamálarannsókn segir Hörður ekki hægt að útiloka það. Í dag leitaði áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar strendur og eyjar frá Skerjafirði inn í Kollafjörð, út með Kjalanesi og upp á Akranes að Friðriki Ásgeiri Hermannssyni sem saknað er. Þá hefur stórtæk leit verið skipulög á morgun.
Fréttir Innlent Lög og regla Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Sjá meira