Davíð bendir á Geir Haarde 16. september 2005 00:01 Á miðjum leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna í New York, þar sem Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra er mættur fyrir hönd Íslendinga, tilkynnir Davíð Oddsson utanríkisráðherra þjóðinni í símtali frá Japan, að hann ætli ekki að taka ákvörðun um framboð Íslands til setu í Öryggisráðinu, sem ríkisstjórnin undir hans forsæti samþykkti árið 1998 að stefnt skyldi að. Þetta gerist þegar hann er búinn að sitja eitt ár í stóli utanríkisráðherra og Halldór Ásgrímsson hefur verið jafn lengi forsætisráðherra. Það er greinilegt að leiðtogar stjórnarflokkanna hafa mjög mismunandi afstöðu til þessa máls og í marga mánuði hefur ríkt mikil óvissa um það. Davíð hefur enn aukið á óvissuna varðandi þetta mál með yfirlýsingu sinni um að hann ætli að láta nýjan utanríkisráðherra taka ákvörðun í því. Samstarfsþjóðir okkar á Norðurlöndum og víða annars staðar skilja áreiðanlega ekkert í þeim hringlandahætti sem verið hefur hjá Íslendingum í þessu máli. Menn í innsta hring Davíðs hafa lýst efasemdum um framboð Íslendinga til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna kostnaðar sem fylgir framboðinu og hugsanlegri setu í ráðinu, en það er líka eina röksemdin sem heyrst hefur úr þeirri átt. Davíð hefur kannski hugsað fram á veginn, því það er ekki fyrr en árin 2009-2010 sem við myndum hugsanlega taka sæti þar og þá verður hvorki hann, né hugsanlega hans flokkur, við völd hér heldur kannski þeir flokkar sem nú eru í stjórnarandstöðu. Þá væri hugsanlegt að Íslendingar sætu í öryggisráðinu í skjóli norrænna krata og fylgdu ekki stefnu Bandaríkjastjórnar í átakamálum sem jafnan koma til kasta ráðsins. Vissulega fylgir því mikill kostnaður að sækjast eftir setu í öryggisráðinu og eiga fulltrúa þar, en þeir sem tóku ákvörðun um þetta mál á sínum tíma hljóta að hafa gert sér grein fyrir því. Það hafa verið nefndar háar upphæðir í þessum efnum, en það hefur líka verið nefnt að draga mætti úr kostnaði annars staðar í utanríkisþjónustunni til að vega upp á móti. Það væri kannski hægt að selja eins og einn sendiherrabústað á góðum stað í stórborg til að hafa upp í kostnaðinn. Nú er búið að varpa öryggisráðsboltanum í fang Geirs H. Haarde verðandi utanríkisráðherra og hann og forsætisráðherrann þurfa að leiða málið til lykta. Auðvitað hefði Davíð átt að afgreiða þetta mál áður en hann yfirgefur utanríkisráðneytið, í stað þess að benda á Geir H. Haarde. Ef hann er algerlega á móti því að Íslendingar keppi að setu í öryggisráðinu átti hann að segja það hreint út í stað þess að draga menn og draga, innanlands og utan, á endanlegri ákvörðun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Á miðjum leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna í New York, þar sem Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra er mættur fyrir hönd Íslendinga, tilkynnir Davíð Oddsson utanríkisráðherra þjóðinni í símtali frá Japan, að hann ætli ekki að taka ákvörðun um framboð Íslands til setu í Öryggisráðinu, sem ríkisstjórnin undir hans forsæti samþykkti árið 1998 að stefnt skyldi að. Þetta gerist þegar hann er búinn að sitja eitt ár í stóli utanríkisráðherra og Halldór Ásgrímsson hefur verið jafn lengi forsætisráðherra. Það er greinilegt að leiðtogar stjórnarflokkanna hafa mjög mismunandi afstöðu til þessa máls og í marga mánuði hefur ríkt mikil óvissa um það. Davíð hefur enn aukið á óvissuna varðandi þetta mál með yfirlýsingu sinni um að hann ætli að láta nýjan utanríkisráðherra taka ákvörðun í því. Samstarfsþjóðir okkar á Norðurlöndum og víða annars staðar skilja áreiðanlega ekkert í þeim hringlandahætti sem verið hefur hjá Íslendingum í þessu máli. Menn í innsta hring Davíðs hafa lýst efasemdum um framboð Íslendinga til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna kostnaðar sem fylgir framboðinu og hugsanlegri setu í ráðinu, en það er líka eina röksemdin sem heyrst hefur úr þeirri átt. Davíð hefur kannski hugsað fram á veginn, því það er ekki fyrr en árin 2009-2010 sem við myndum hugsanlega taka sæti þar og þá verður hvorki hann, né hugsanlega hans flokkur, við völd hér heldur kannski þeir flokkar sem nú eru í stjórnarandstöðu. Þá væri hugsanlegt að Íslendingar sætu í öryggisráðinu í skjóli norrænna krata og fylgdu ekki stefnu Bandaríkjastjórnar í átakamálum sem jafnan koma til kasta ráðsins. Vissulega fylgir því mikill kostnaður að sækjast eftir setu í öryggisráðinu og eiga fulltrúa þar, en þeir sem tóku ákvörðun um þetta mál á sínum tíma hljóta að hafa gert sér grein fyrir því. Það hafa verið nefndar háar upphæðir í þessum efnum, en það hefur líka verið nefnt að draga mætti úr kostnaði annars staðar í utanríkisþjónustunni til að vega upp á móti. Það væri kannski hægt að selja eins og einn sendiherrabústað á góðum stað í stórborg til að hafa upp í kostnaðinn. Nú er búið að varpa öryggisráðsboltanum í fang Geirs H. Haarde verðandi utanríkisráðherra og hann og forsætisráðherrann þurfa að leiða málið til lykta. Auðvitað hefði Davíð átt að afgreiða þetta mál áður en hann yfirgefur utanríkisráðneytið, í stað þess að benda á Geir H. Haarde. Ef hann er algerlega á móti því að Íslendingar keppi að setu í öryggisráðinu átti hann að segja það hreint út í stað þess að draga menn og draga, innanlands og utan, á endanlegri ákvörðun.
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun