
Innlent
Leitað á saklausum nemendum
Lögreglumenn og fíkniefnahundur biðu á Akureyrarflugvelli þegar leiguflugvél, sem flutti væntanlega útskriftarnemendur Menntaskólans á Akureyri heim úr skemmtiferð frá Tyrklandi í gær, og var leit gerð á farþegum og í farangri. Hundurinn greinir ekki aðeins fíkniefni heldur finnur hann líka lykt af þeim sem hefur neytt þeirra eða komist í tæri við þau. En hvutti bærði hvergi á sér og hafði eftirlitsmaður hans á orði að þetta væri hreinasti hópur sem hann og hundurinn hefðu skoðað til þessa.