Lokaleit verður um helgina 14. september 2005 00:01 Formlegri leit að Friðriki Ásgeiri Hermannssyni sem leitað hefur verið eftir sjóslys á Viðeyjarsundi aðfaranótt laugardags verður ekki haldið áfram í dag eða á morgun. Jónas Hallsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir Friðrik Ásgeir talinn af og að stefnt sé að lokaleit að líki hans um helgina. Í gær fóru leitarmenn Landsbjargar um sundin með neðansjávarmyndavél auk þess sem leitað var á fjörum og úr lofti. Jónas segir þó að verið geti að vinir og ættingjar Friðriks Ásgeirs haldi áfram einhverri leit fram að helgi. Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir unnið hörðum höndum að rannsókn slyssins. Í gær voru teknar skýrslur af hjónunum sem slösuðust í slysinu. Þá hefur lögregla farið yfir símtöl sem Neyðarlínu bárust úr bátnum eftir slysið, en samkvæmt heimildum blaðsins voru um borð fleiri en einn farsími. Meðal þess sem til rannsóknar er vegna slyssins eru siglingatæki skemmtibátsins sem fórst. Margir nýrri bátar eru búnir fullkomnu GPS-staðsetningarkerfi oft tengdu sjókortum, en fyrir hafa komið bilanir í gervitunglum sem valda tímabundinni skekkju í slíkum tækjum. Arnór Bergur Kristinsson, sérfræðingur gervihnattaleiðsögumála hjá Flugmálastjórn Íslands segist þó ekki vita til að slík villa hafi komið upp um síðustu helgi. Hann bendir þó á að í Bandaríkjunum sé starfrækt WAAS-leiðréttingarkerfið fyrir GPS-tæki og sendingar þess náist hér. "Ef tæki er stillt á að nema þær sendingar, þá eykur það staðsetningarskekkju um 10 til 20 metra," segir hann. Unnið er að uppsetningu evrópska leiðréttingarkerfisins EGNOS hér, en það er ekki enn komið í gagnið. Þá bendir Arnór á að um helgina hafi geisað mikill sólstormur sem gæti hafa haft áhrif á staðsetningartæki. "En þeirra áhrifa gætti þó aðallega á daghlið jarðar," segir hann. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira
Formlegri leit að Friðriki Ásgeiri Hermannssyni sem leitað hefur verið eftir sjóslys á Viðeyjarsundi aðfaranótt laugardags verður ekki haldið áfram í dag eða á morgun. Jónas Hallsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir Friðrik Ásgeir talinn af og að stefnt sé að lokaleit að líki hans um helgina. Í gær fóru leitarmenn Landsbjargar um sundin með neðansjávarmyndavél auk þess sem leitað var á fjörum og úr lofti. Jónas segir þó að verið geti að vinir og ættingjar Friðriks Ásgeirs haldi áfram einhverri leit fram að helgi. Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir unnið hörðum höndum að rannsókn slyssins. Í gær voru teknar skýrslur af hjónunum sem slösuðust í slysinu. Þá hefur lögregla farið yfir símtöl sem Neyðarlínu bárust úr bátnum eftir slysið, en samkvæmt heimildum blaðsins voru um borð fleiri en einn farsími. Meðal þess sem til rannsóknar er vegna slyssins eru siglingatæki skemmtibátsins sem fórst. Margir nýrri bátar eru búnir fullkomnu GPS-staðsetningarkerfi oft tengdu sjókortum, en fyrir hafa komið bilanir í gervitunglum sem valda tímabundinni skekkju í slíkum tækjum. Arnór Bergur Kristinsson, sérfræðingur gervihnattaleiðsögumála hjá Flugmálastjórn Íslands segist þó ekki vita til að slík villa hafi komið upp um síðustu helgi. Hann bendir þó á að í Bandaríkjunum sé starfrækt WAAS-leiðréttingarkerfið fyrir GPS-tæki og sendingar þess náist hér. "Ef tæki er stillt á að nema þær sendingar, þá eykur það staðsetningarskekkju um 10 til 20 metra," segir hann. Unnið er að uppsetningu evrópska leiðréttingarkerfisins EGNOS hér, en það er ekki enn komið í gagnið. Þá bendir Arnór á að um helgina hafi geisað mikill sólstormur sem gæti hafa haft áhrif á staðsetningartæki. "En þeirra áhrifa gætti þó aðallega á daghlið jarðar," segir hann.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira