
Viðskipti innlent
Fjallað um þreifingar FL Group

Dönsku vefmiðlarnir sýna þreifingum FL Group, móðurfélagi Icelandair, varðandi hugsanleg kaup á danska flugfélaginu Sterling af öðru íslensku félagi, mikinn áhuga. Sterling er nú í eigu eignarhaldsfélaginu Fons sem er í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar. Á heimasíðu danska ríkisútvarpsins er vitnað í upplýsingafulltrúa Sterling í Danmörku sem staðfestir að umræður á milli FL Group og forsvarsmanna Sterling hafi átt sér stað. Hann segir greinilegt að Sterling þyki söluvænlegra eftir að það sameinaðist Mærsk sem er annað danskt lággjaldaflugfélag.