Kjarasamningar séu í uppnámi 12. september 2005 00:01 Kjarasamningar eru í uppnámi að mati ASÍ vegna gríðarlegrar verðbólgu og hækkunar á vísitölu neysluverðs. Verðbólgan hefur ekki verið meiri í 40 mánuði. Verðbólgan mælist nú 4,8 prósent. Samkvæmt Hagstofunni hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,9 prósenmt undanfarna þrjá mánuði sem jafngildir 7,6 prósenta verðbólgu á ári. Að mati greiningardeildar Íslandsbanka þýðir þetta að verðbólgumörk Seðlabankans hafi verið rofin með áberandi hætti en meðal þess sem skýrir þessa þróun eru hækkun á húsnæðisverði og hækkun á olíuverði á erlendum mörkuðum. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka, segir verðbólguna meiri en það sem skilgreina megi sem stöðugt verðlag og umfram markmið Seðlabankans um að halda verðbólgunni í 2,5 prósentum. Lögum samkvæmt greinir Seðlabankinn ríkisstjórninni á næstunni frá ástæðum þess að verðbólgan hafi rofið efri þolmörk, en samkvæmt markmiðum bankans eru þau fjögur prósent. Íslandsbanki spáir því að Seðlabankinn hækki stýrivexti um 0,5 prósentustig í lok mánaðarins til að grípa enn frekar í taumana. Alþýðusamband Íslands segir þróunina mjög slæm tíðindi og áhyggjuefni því kaupmáttur launatekna hafi rýrnað hjá mörgum launþegum. Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, segir verðbólguna setja forsendur kjarasamninga í uppnám. Það sé ljóst að óstöðugleikinn sé mikill í þjóðfélaginu. Þegar gengið hafi verið til kjarasamninga í fyrra hafi ASÍ vonast eftir því að verið væri að leggja grunn að stöðugleika en það hafi ekki gengið eftir. Ólafur Darri segir að staðan nú geri starf endurskoðunarnefndar um forsendur kjarasamninga vandasamara en ella og að brýnt sé að bregðast við og leita leiða til úrbóta. Ef nefndin komi sér ekki saman um viðbrögð geti einstök félög sagt upp kjarasamningum frá og með næstu áramótum. Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira
Kjarasamningar eru í uppnámi að mati ASÍ vegna gríðarlegrar verðbólgu og hækkunar á vísitölu neysluverðs. Verðbólgan hefur ekki verið meiri í 40 mánuði. Verðbólgan mælist nú 4,8 prósent. Samkvæmt Hagstofunni hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,9 prósenmt undanfarna þrjá mánuði sem jafngildir 7,6 prósenta verðbólgu á ári. Að mati greiningardeildar Íslandsbanka þýðir þetta að verðbólgumörk Seðlabankans hafi verið rofin með áberandi hætti en meðal þess sem skýrir þessa þróun eru hækkun á húsnæðisverði og hækkun á olíuverði á erlendum mörkuðum. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka, segir verðbólguna meiri en það sem skilgreina megi sem stöðugt verðlag og umfram markmið Seðlabankans um að halda verðbólgunni í 2,5 prósentum. Lögum samkvæmt greinir Seðlabankinn ríkisstjórninni á næstunni frá ástæðum þess að verðbólgan hafi rofið efri þolmörk, en samkvæmt markmiðum bankans eru þau fjögur prósent. Íslandsbanki spáir því að Seðlabankinn hækki stýrivexti um 0,5 prósentustig í lok mánaðarins til að grípa enn frekar í taumana. Alþýðusamband Íslands segir þróunina mjög slæm tíðindi og áhyggjuefni því kaupmáttur launatekna hafi rýrnað hjá mörgum launþegum. Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, segir verðbólguna setja forsendur kjarasamninga í uppnám. Það sé ljóst að óstöðugleikinn sé mikill í þjóðfélaginu. Þegar gengið hafi verið til kjarasamninga í fyrra hafi ASÍ vonast eftir því að verið væri að leggja grunn að stöðugleika en það hafi ekki gengið eftir. Ólafur Darri segir að staðan nú geri starf endurskoðunarnefndar um forsendur kjarasamninga vandasamara en ella og að brýnt sé að bregðast við og leita leiða til úrbóta. Ef nefndin komi sér ekki saman um viðbrögð geti einstök félög sagt upp kjarasamningum frá og með næstu áramótum.
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira