Lést í sjóslysi á Viðeyjarsundi
Konan sem lést þegar bátur steytti á Skarfaskeri á Viðeyjarsundi, aðfaranótt laugardags, hét Matthildur Harðardóttir, 51 árs að aldri. Matthildur var til heimilis að Hjallabrekku í Kópavogi. Hún lætur eftir sig tvo syni. Sambýlismanns Matthildar er enn saknað. Hann heitir Friðrik Ásgeir Hermannsson, 33 ára. Friðrik á barnungan son.