Barcelona lagði Real Mallorca

Barcelona bar sigurorð af Real Mallorca með tveimur gegn engu í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Samuel Eto´o skoraði bæði mörk meistaranna gegn sínum gömlu félögum. Celta Vigo, sem vann Real Madrid á laugardag, og Deportivo La Coruna eru efst og jöfn með sex stig eftir tvær umferðir.