Rooney skapheitur 10. september 2005 00:01 Wayne Rooney er einn hæfileikaríkasti knattspyrnumaður heims í dag og er almennt talinn einn besti framherjinn í ensku úrvalsdeildinni. Hann á þó í mestu vandræðum með að hemja skap sitt og eftir að hafa lofað öllu fögru fyrir skömmu síðan, er hann aftur kominn í fréttirnar fyrir stuttan kveikjuþráð sinn. Það eru ekki nema rétt rúmar þrjár vikur síðan að Wayne Rooney lofaði bót og betrun. Hann ætlaði að taka sig á í skapinu og hætta að safna óþarfa gulum spjöldum. En atvikið sem átti sér stað undir lok fyrri hálfleiks í leik Englands og Norður-Írlands í Belfast síðastliðið miðvikudagskvöld ber þess merki að eitthvað hefur orðið lítið úr áætlunum hans. Rooney missti algerlega stjórn á skapinu sínu og sparkaði boltanum í mikilli bræði að David Healy, leikmanni Norður-Íra en hitti reyndar ekki. Hann átti svo í stimpingum við Keith Gillespie og blótaði þar að auki ekki bara dómaranum, heldur samherjum sínum David Beckham, Steven Gerrard og Rio Ferdinand. Hann mátti teljast afar heppinn að hafa aðeins uppskorið gult spjald. Sven-Göran Eriksson landsliðsþjálfari virðist eiga í miklum vandræðum með að hemja skap hins kornunga Wayne Rooney. Hann getur þó huggað sig við það að hann sé væntanlega ekki sá eini sem á í þessum vanda. Spurningin er hvort einhver yfirleitt geti haft stjórn á stráknum. Keith Power er þekktur breskur íþróttasálfræðingur sem hefur unnið með þó nokkrum enskum leikmönnum. Hann segir að Rooney, sem er ekki nema 19 ára gamall, þurfi á hjálp sérfræðings að halda. "Það er mismunandi en sumir íþróttamenn virðast þurfa að vera hæfilega æstir til að ná sínu besta fram. Aðrir þurfa að vera alveg rólegir en hvað Rooney varðar er hann nokkuð æstur þegar hann er upp á sitt besta. Spurningin er hins vegar hvort að það hafi neikvæð áhrif á spilamennsku hans þegar hann verður of æstur. Rannsóknir hafa sýnt að þegar íþróttamenn eru í slíku ástandi geta þeir misst sig mjög fljótt. Þeir verða í of miklu uppnámi til að geta lagt sitt besta fram í leikinn," sagði Power í samtali við enska blaðið Guardian. Gillespie lýsti ástandinu þannig að Rooney hafi einfaldlega "misst sig algerlega," þó svo að hann hafi reyndar beðið Gillespie afsökunar í hálfleik. "Það fór í taugarnar á honum að hann fékk engar aukaspyrnur dæmdar sér í vil," sagði Gillespie. "Og ég er viss um að ef til dæmis Ítali eða Argentínumaður sæu hann þannig myndu þeir pottþétt reyna að hrista upp í honum og gera ástandið verra." Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Fleiri fréttir Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Efnilegur leikmaður lést í bílslysi Bitinn og klóraður af ketti nágrannans Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Sjá meira
Wayne Rooney er einn hæfileikaríkasti knattspyrnumaður heims í dag og er almennt talinn einn besti framherjinn í ensku úrvalsdeildinni. Hann á þó í mestu vandræðum með að hemja skap sitt og eftir að hafa lofað öllu fögru fyrir skömmu síðan, er hann aftur kominn í fréttirnar fyrir stuttan kveikjuþráð sinn. Það eru ekki nema rétt rúmar þrjár vikur síðan að Wayne Rooney lofaði bót og betrun. Hann ætlaði að taka sig á í skapinu og hætta að safna óþarfa gulum spjöldum. En atvikið sem átti sér stað undir lok fyrri hálfleiks í leik Englands og Norður-Írlands í Belfast síðastliðið miðvikudagskvöld ber þess merki að eitthvað hefur orðið lítið úr áætlunum hans. Rooney missti algerlega stjórn á skapinu sínu og sparkaði boltanum í mikilli bræði að David Healy, leikmanni Norður-Íra en hitti reyndar ekki. Hann átti svo í stimpingum við Keith Gillespie og blótaði þar að auki ekki bara dómaranum, heldur samherjum sínum David Beckham, Steven Gerrard og Rio Ferdinand. Hann mátti teljast afar heppinn að hafa aðeins uppskorið gult spjald. Sven-Göran Eriksson landsliðsþjálfari virðist eiga í miklum vandræðum með að hemja skap hins kornunga Wayne Rooney. Hann getur þó huggað sig við það að hann sé væntanlega ekki sá eini sem á í þessum vanda. Spurningin er hvort einhver yfirleitt geti haft stjórn á stráknum. Keith Power er þekktur breskur íþróttasálfræðingur sem hefur unnið með þó nokkrum enskum leikmönnum. Hann segir að Rooney, sem er ekki nema 19 ára gamall, þurfi á hjálp sérfræðings að halda. "Það er mismunandi en sumir íþróttamenn virðast þurfa að vera hæfilega æstir til að ná sínu besta fram. Aðrir þurfa að vera alveg rólegir en hvað Rooney varðar er hann nokkuð æstur þegar hann er upp á sitt besta. Spurningin er hins vegar hvort að það hafi neikvæð áhrif á spilamennsku hans þegar hann verður of æstur. Rannsóknir hafa sýnt að þegar íþróttamenn eru í slíku ástandi geta þeir misst sig mjög fljótt. Þeir verða í of miklu uppnámi til að geta lagt sitt besta fram í leikinn," sagði Power í samtali við enska blaðið Guardian. Gillespie lýsti ástandinu þannig að Rooney hafi einfaldlega "misst sig algerlega," þó svo að hann hafi reyndar beðið Gillespie afsökunar í hálfleik. "Það fór í taugarnar á honum að hann fékk engar aukaspyrnur dæmdar sér í vil," sagði Gillespie. "Og ég er viss um að ef til dæmis Ítali eða Argentínumaður sæu hann þannig myndu þeir pottþétt reyna að hrista upp í honum og gera ástandið verra."
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Fleiri fréttir Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Efnilegur leikmaður lést í bílslysi Bitinn og klóraður af ketti nágrannans Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Sjá meira