Geðlæknar mæla með öryggisvistun 7. september 2005 00:01 Geðlæknar sem vitni báru í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær töldu mann sem í lok apríl réðist á prófessor í réttarlæknisfræði vera hættulegan öðrum um ófyrirséðan tíma og töldu þörf á að vista hann á öryggisgæsludeild. Maðurinn var í fyrradag látinn laus úr gæsluvarðhaldi samkvæmt úrskurði Hæstaréttar, en hann hafði þá setið inni í nærfellt fjóra og hálfan mánuð. Aðalmeðferð í máli mannsins fór fram í gær, en honum er gefið að sök brot gegn valdstjórninni og líkamsárás með hótunum og árás á prófessorinn. Maðurinn, sem er 34 ára gamall, taldi prófessorinn hafa farið rangt með niðurstöðu barnsfaðernismáls árið 2002. Í lok apríl síðast liðinn endaði ásókn mannsins svo með því að hann réðist á prófessorinn fyrir utan heimili hans og kýldi ítrekað þannig að hann hafði af töluverða áverka. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi mannsins, taldi fráleitt að hægt væri að heimfæra brot hans upp á brot gegn valdstjórninni, enda hafi hann ekki ráðist á prófessorinn vegna opinberra starfa hans, en hann sinnir einnig réttarrannsóknum fyrir lögreglu. "Barnsfaðernismál eru einkamál, ekki opinber og prófessorinn kom að sem aðkeyptur sérfræðingur," sagði hann. Saksóknari krefst refsingar en til vara að maðurinn sæti öryggisgæslu á þar til gerðri stofnun. Geðlæknar báru að maðurinn væri haldinn kverúlantaparanoju á háu stigi, en slík atferlisröskun væri þrálát, gæti jafnvel staðið áratugum saman og haft í för með sér miklar ranghugmyndir. Prófessorinn krefst hálfrar milljónar í miskabætur vegna árásarinnar. Skipaður réttargæslumaður áréttaði að jafnvel þótt maðurinn yrði úrskurðaður ósakhæfur teldist hann engu að síður bótaskyldur og vísaði þar til mannhelgisbálks Jónsbókar um óðs manns víg. Við upphaf aðalmeðferðarinnar í gær tilkynnti Símon Sigvaldason héraðsdómari að hann hafi ákveðið að skilja aftur í sundur mál á hendur manninum sem hann hafði skömmu áður sameinað. Þar er um að ræða ákæru fyrir aðild að amfetamínframleiðslu, en réttað verður í því sérstaklega. Dómur vegna árásarinnar á prófessorinn verður hins vegar kveðinn upp á morgun. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Geðlæknar sem vitni báru í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær töldu mann sem í lok apríl réðist á prófessor í réttarlæknisfræði vera hættulegan öðrum um ófyrirséðan tíma og töldu þörf á að vista hann á öryggisgæsludeild. Maðurinn var í fyrradag látinn laus úr gæsluvarðhaldi samkvæmt úrskurði Hæstaréttar, en hann hafði þá setið inni í nærfellt fjóra og hálfan mánuð. Aðalmeðferð í máli mannsins fór fram í gær, en honum er gefið að sök brot gegn valdstjórninni og líkamsárás með hótunum og árás á prófessorinn. Maðurinn, sem er 34 ára gamall, taldi prófessorinn hafa farið rangt með niðurstöðu barnsfaðernismáls árið 2002. Í lok apríl síðast liðinn endaði ásókn mannsins svo með því að hann réðist á prófessorinn fyrir utan heimili hans og kýldi ítrekað þannig að hann hafði af töluverða áverka. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi mannsins, taldi fráleitt að hægt væri að heimfæra brot hans upp á brot gegn valdstjórninni, enda hafi hann ekki ráðist á prófessorinn vegna opinberra starfa hans, en hann sinnir einnig réttarrannsóknum fyrir lögreglu. "Barnsfaðernismál eru einkamál, ekki opinber og prófessorinn kom að sem aðkeyptur sérfræðingur," sagði hann. Saksóknari krefst refsingar en til vara að maðurinn sæti öryggisgæslu á þar til gerðri stofnun. Geðlæknar báru að maðurinn væri haldinn kverúlantaparanoju á háu stigi, en slík atferlisröskun væri þrálát, gæti jafnvel staðið áratugum saman og haft í för með sér miklar ranghugmyndir. Prófessorinn krefst hálfrar milljónar í miskabætur vegna árásarinnar. Skipaður réttargæslumaður áréttaði að jafnvel þótt maðurinn yrði úrskurðaður ósakhæfur teldist hann engu að síður bótaskyldur og vísaði þar til mannhelgisbálks Jónsbókar um óðs manns víg. Við upphaf aðalmeðferðarinnar í gær tilkynnti Símon Sigvaldason héraðsdómari að hann hafi ákveðið að skilja aftur í sundur mál á hendur manninum sem hann hafði skömmu áður sameinað. Þar er um að ræða ákæru fyrir aðild að amfetamínframleiðslu, en réttað verður í því sérstaklega. Dómur vegna árásarinnar á prófessorinn verður hins vegar kveðinn upp á morgun.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira