Óvissa um greiðslukortabrot 6. september 2005 00:01 Dómarar Héraðsdóms Reykjavíkur í máli ákæruvaldsins gegn Baugsfeðgum og fjórum öðrum sakborningum hafa vakið athygli ákæruvaldsins á því að slíkir annmarkar kunni að vera á átján af fjörutíu liðum ákærunnar að úr þeim verði ekki bætt í málarekstrinum. Dómur verði því ekki kveðinn upp um efni þeirra. Í bréfi til málsaðila og lögfræðinga þeirra er ákæranda og verjendum gefinn kostur á að tjá sig um efnið þegar þingað verður í málinu næstkomandi þriðjudag. Efasemdir dómenda snúa að ákærliðum um fjárdrátt, umboðssvik og brot gegn lögum um hlutafélög. Í öðrum kafla ákærunnar er Jón Ásgeir, Jóhannes Jónsson faðir hans og Tryggvi Jónsson taldir hafa misnotað aðstöðu sína hjá Baugi hf. varðandi kaup á 10 -11 verslununum árið 1999 og gerst brotlegir í viðskiptum með fasteignir. Í athugasemdum sakborninga var því andmælt að um auðgunarásetning hafi verið að ræða. Jón Ásgeir hefði ekki hagnast á viðskiptunum en Baugur hefði aftur á móti hagnast um allt að fjóra milljarða króna. Dómendur telja að skort geti á að verknaðarlýsing umboðssvika sé fullnægjandi og hlutdeild Tryggva og Jóhannesar sé ekki lýst með fullnægjandi hætti. Athugasemdir dómenda taka einnig til áttunda og níunda liðar ákærunnar sem varða meðal annars færslur á tugum og hundruð milljóna króna milli Baugs og skyldra félaga. Lýsing á fjárdrætti sé ekki nægilega ljós í umræddum ákæruliðum en brot af áðurgreindum toga geta varðað allt að sex ára fangelsi teljist þau alvarleg. Dómararnir gera einnig athugasemdir við þrettán aðra ákæruliði sem snerta meðal annars millifærslur og úttektir Jóns Ásgeirs með kreditkortum Baugs. Fjárdráttarsökin er þar ekki talin nægilega reifuð og hlutdeild Tryggva og Kristínar Jóhannesdóttur í brotum sé ekki nægilega lýst. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Innlent Kröfu foreldranna vísað frá Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Samþykktu samhljóða að sparka ferðaþjónustufyrirtæki úr Bakkafirði Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Innlent Vonskuveður framundan Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Taka ákvörðun í mars um hvort flokksþingi verði flýtt Sjá meira
Dómarar Héraðsdóms Reykjavíkur í máli ákæruvaldsins gegn Baugsfeðgum og fjórum öðrum sakborningum hafa vakið athygli ákæruvaldsins á því að slíkir annmarkar kunni að vera á átján af fjörutíu liðum ákærunnar að úr þeim verði ekki bætt í málarekstrinum. Dómur verði því ekki kveðinn upp um efni þeirra. Í bréfi til málsaðila og lögfræðinga þeirra er ákæranda og verjendum gefinn kostur á að tjá sig um efnið þegar þingað verður í málinu næstkomandi þriðjudag. Efasemdir dómenda snúa að ákærliðum um fjárdrátt, umboðssvik og brot gegn lögum um hlutafélög. Í öðrum kafla ákærunnar er Jón Ásgeir, Jóhannes Jónsson faðir hans og Tryggvi Jónsson taldir hafa misnotað aðstöðu sína hjá Baugi hf. varðandi kaup á 10 -11 verslununum árið 1999 og gerst brotlegir í viðskiptum með fasteignir. Í athugasemdum sakborninga var því andmælt að um auðgunarásetning hafi verið að ræða. Jón Ásgeir hefði ekki hagnast á viðskiptunum en Baugur hefði aftur á móti hagnast um allt að fjóra milljarða króna. Dómendur telja að skort geti á að verknaðarlýsing umboðssvika sé fullnægjandi og hlutdeild Tryggva og Jóhannesar sé ekki lýst með fullnægjandi hætti. Athugasemdir dómenda taka einnig til áttunda og níunda liðar ákærunnar sem varða meðal annars færslur á tugum og hundruð milljóna króna milli Baugs og skyldra félaga. Lýsing á fjárdrætti sé ekki nægilega ljós í umræddum ákæruliðum en brot af áðurgreindum toga geta varðað allt að sex ára fangelsi teljist þau alvarleg. Dómararnir gera einnig athugasemdir við þrettán aðra ákæruliði sem snerta meðal annars millifærslur og úttektir Jóns Ásgeirs með kreditkortum Baugs. Fjárdráttarsökin er þar ekki talin nægilega reifuð og hlutdeild Tryggva og Kristínar Jóhannesdóttur í brotum sé ekki nægilega lýst.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Innlent Kröfu foreldranna vísað frá Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Samþykktu samhljóða að sparka ferðaþjónustufyrirtæki úr Bakkafirði Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Innlent Vonskuveður framundan Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Taka ákvörðun í mars um hvort flokksþingi verði flýtt Sjá meira