Gylfi til Reading

Gylfi Þór Sigurðsson, 16 ára gamall leikmaður Breiðabliks í knattspyrnu gengur til liðs við Reading sem leikur í ensku Championship deildinni þann 1. október næstkomandi. Fyrir hjá Reading eru tveir Íslendingar, Ívar Ingimarsson og landsliðsmaðurinn Brynjar Björn Gunnarsson.