Aðeins ákærður fyrir fíkniefnabrot 29. ágúst 2005 00:01 Litháinn sem reyndi að smygla nærri tveim lítrum af brennisteinssýru til landsins fyrir viku, hefur einungis verið ákærður fyrir brot á fíkniefnalögum, en ekki almennum hegningarlögum. Farþegum í flugvélinni sem hann kom með stafaði þó augljós hætta af því að brennisteinssýran væri um borð. Litháinn, sem kom með nærri tvo lítra af brennisteinssýru í tveim áfengisflöskum hingað til lands verður bara ákærður fyrir brot á fíkniefnalögum. Hann gæti átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi samkvæmt þeim. Maðurinn kom með brennisteinssýruna með flugvél og stefndi með því augljóslega öryggi farþeganna í hættu. Engu að síður hefur ekki þótt ástæða til að ákæra hann samkvæmt almennum hegningarlögum fyrir að stofna öryggi flugfarþega í hættu. Brot þar að lútandi getur varðað allt að fjögurra ára fangelsi. Ákæran er gefin út af lögreglustjóranum í Keflavík sem hefur ekki vald til að ákæra fyrir þann hluta almennra hegningarlaga sem nær til öryggis flugfarþega. Slík ákæra verður að koma frá ríkissaksóknara. Brennisteinssýra getur skapað mikla hættu um borð í flugvélum og jafnvel hreinlega brennt gat á þær og því málið augljóslega ekki sama eðlis og þegar um venjulegt fíkniefnasmygl er að ræða. Kolbrún Sævarsdóttir, saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara, segir að ekki hafi verið óskað eftir rannsóknargögnum málsins. Aðspurð um hvort ekki hafi þótt rétt að óska eftir þeim með tilliti til eðlis málsins segir Kolbrún að ekki hafi þótt tilefni til þess að svo stöddu. Ekki hafi þótt ástæða til að kanna það frekar hvort rétt væri að ákæra manninn fyrir annað en brot á fíkniefnalögum. Flugmálastjórn hefur lýst yfir verulegum áhyggjum af því að brennisteinssýran hafi komist um borð enda geti hún valdið mikilli hættu og jafnvel brennt gat á flugvélar. Flugmálastjórn hyggst kanna málið í samráði við flugverndaryfirvöld annars staðar í Evrópu á næstunni. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Litháinn sem reyndi að smygla nærri tveim lítrum af brennisteinssýru til landsins fyrir viku, hefur einungis verið ákærður fyrir brot á fíkniefnalögum, en ekki almennum hegningarlögum. Farþegum í flugvélinni sem hann kom með stafaði þó augljós hætta af því að brennisteinssýran væri um borð. Litháinn, sem kom með nærri tvo lítra af brennisteinssýru í tveim áfengisflöskum hingað til lands verður bara ákærður fyrir brot á fíkniefnalögum. Hann gæti átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi samkvæmt þeim. Maðurinn kom með brennisteinssýruna með flugvél og stefndi með því augljóslega öryggi farþeganna í hættu. Engu að síður hefur ekki þótt ástæða til að ákæra hann samkvæmt almennum hegningarlögum fyrir að stofna öryggi flugfarþega í hættu. Brot þar að lútandi getur varðað allt að fjögurra ára fangelsi. Ákæran er gefin út af lögreglustjóranum í Keflavík sem hefur ekki vald til að ákæra fyrir þann hluta almennra hegningarlaga sem nær til öryggis flugfarþega. Slík ákæra verður að koma frá ríkissaksóknara. Brennisteinssýra getur skapað mikla hættu um borð í flugvélum og jafnvel hreinlega brennt gat á þær og því málið augljóslega ekki sama eðlis og þegar um venjulegt fíkniefnasmygl er að ræða. Kolbrún Sævarsdóttir, saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara, segir að ekki hafi verið óskað eftir rannsóknargögnum málsins. Aðspurð um hvort ekki hafi þótt rétt að óska eftir þeim með tilliti til eðlis málsins segir Kolbrún að ekki hafi þótt tilefni til þess að svo stöddu. Ekki hafi þótt ástæða til að kanna það frekar hvort rétt væri að ákæra manninn fyrir annað en brot á fíkniefnalögum. Flugmálastjórn hefur lýst yfir verulegum áhyggjum af því að brennisteinssýran hafi komist um borð enda geti hún valdið mikilli hættu og jafnvel brennt gat á flugvélar. Flugmálastjórn hyggst kanna málið í samráði við flugverndaryfirvöld annars staðar í Evrópu á næstunni.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira