Jafnt gegn Svíum

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu gerði í dag jafntefli, 2-2, gegn Svíum í undankeppni heimsmeistaramótsins en leikið var í Svíþjóð. Hanna Ljungberg skoraði fyrra mark Svíanna á 34. mínútu en Ásthildur Helgadóttir jafnaði fyrir Ísland á 49 mínútu leiksins. Lotta Schelin kom Svíum aftur yfir á 73. mínútu en Margrét Lára Viðarsdóttir jafnaði 2 mínútum síðar.