Marel aftur á heimaslóðir? 25. ágúst 2005 00:01 Knattspyrnumaðurinn Marel Baldvinsson, sem er á mála hjá Lokeren í Belgíu, hefur að undanförnu verið orðaður við sitt gamla félag hér á Íslandi, Breiðablik. Marel hefur átt við erfið meiðsl að stríða á hné í sjö mánuði en vonast nú til þess að meiðslatímabilið sé að baki. "Ég á við brjóskeyðingu í hné að stríða og það er erfitt fyrir mig að þola álagið sem fylgir því að vera atvinnumaður meðan þessi meiðsli lagast ekki. Síðustu mánuðir hafa verið erfiðir en ég er þó farinn að æfa meira núna en ég gerði og vonandi fæ ég tækifæri á því að reyna mig í leikjum á næstunni." Marel er ánægður með lífið í Belgíu, þó staðan mætti vera betri í fótboltanum, en Íslendingarnir hjá Lokeren, Arnar Viðarsson, Arnar Grétarsson, Rúnar Kristinsson og Marel, halda mikið hópinn. "Við spilum reglulega golf, þar sem hörð keppni fer fram okkar á milli. Ég reyni nú alltaf að standa mig þar þó ég hafi ekki getað beitt mér eins mikið og ég vildi á fótboltavellinum." Eftir nokkur ár, þar sem hann hefur lítið getað beitt sér vegna meiðsla, getur hann vel hugsað sér að koma heim og byggja sig upp að nýju. "Það kemur alveg til greina að koma heim þegar samningnum mínum lýkur, en það er ekki fyrr en næsta vor þegar keppnistímabilinu lýkur. Auðvitað væri gaman að fara í Breiðablik en ég hef ekkert heyrt af áhuga félaga á Íslandi á mér, enda er ég samningsbundinn Lokeren og hef ekki mikið verið að velta þessum málum fyrir mér. En það er ánægjulegt að Breiðablik skuli vera komið í efstu deild og ef það er mikill metnaður hjá félaginu á næstu leiktíð kemur vel til greina að spila með því, alveg eins og hverju öðru metnaðarfullu félagi." Íslenski boltinn Mest lesið Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Marel Baldvinsson, sem er á mála hjá Lokeren í Belgíu, hefur að undanförnu verið orðaður við sitt gamla félag hér á Íslandi, Breiðablik. Marel hefur átt við erfið meiðsl að stríða á hné í sjö mánuði en vonast nú til þess að meiðslatímabilið sé að baki. "Ég á við brjóskeyðingu í hné að stríða og það er erfitt fyrir mig að þola álagið sem fylgir því að vera atvinnumaður meðan þessi meiðsli lagast ekki. Síðustu mánuðir hafa verið erfiðir en ég er þó farinn að æfa meira núna en ég gerði og vonandi fæ ég tækifæri á því að reyna mig í leikjum á næstunni." Marel er ánægður með lífið í Belgíu, þó staðan mætti vera betri í fótboltanum, en Íslendingarnir hjá Lokeren, Arnar Viðarsson, Arnar Grétarsson, Rúnar Kristinsson og Marel, halda mikið hópinn. "Við spilum reglulega golf, þar sem hörð keppni fer fram okkar á milli. Ég reyni nú alltaf að standa mig þar þó ég hafi ekki getað beitt mér eins mikið og ég vildi á fótboltavellinum." Eftir nokkur ár, þar sem hann hefur lítið getað beitt sér vegna meiðsla, getur hann vel hugsað sér að koma heim og byggja sig upp að nýju. "Það kemur alveg til greina að koma heim þegar samningnum mínum lýkur, en það er ekki fyrr en næsta vor þegar keppnistímabilinu lýkur. Auðvitað væri gaman að fara í Breiðablik en ég hef ekkert heyrt af áhuga félaga á Íslandi á mér, enda er ég samningsbundinn Lokeren og hef ekki mikið verið að velta þessum málum fyrir mér. En það er ánægjulegt að Breiðablik skuli vera komið í efstu deild og ef það er mikill metnaður hjá félaginu á næstu leiktíð kemur vel til greina að spila með því, alveg eins og hverju öðru metnaðarfullu félagi."
Íslenski boltinn Mest lesið Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum