Segir símtal ekki tengjast morði 24. ágúst 2005 00:01 Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir símtal til neyðarlínu tæpum klukkutíma fyrir morðið á Hverfisgötu á laugardagsmorgun ekki tengjast morðinu eða þeim sem þar komu við sögu á nokkurn hátt. Geir Jón segir það grafalvarlegt að ásaka lögregluna um að sinna ekki skyldum sínum eins og DV gerir. Í frétt DV í gær var greint frá því að maður hefði orðið vitni að átökum Sigurðar Freys Kristmundssonar, sem banaði manni að Hversgötu 58 á laugardagsmorgun. Kveðst vitni hafa tilkynnt lögreglunni um átökin um 45 mínútum fyrir atburðinn en lögreglan ekki brugðist við tilkynningunni. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir símtalið ekki tengjast morðinu eða þeim sem þar komu við sögu á nokkurn hátt og segist hann harma frásögn DV í þessu máli og að blaðamaður hafi ekki leitað eftir sannleiksgildi fréttarinnar. Hann segir enn fremur að það sé afskaplega alvarlegt þegar það sé sagt í fjölmiðlum að lögregla sinni ekki alvarlegu útkalli. Lögregla líti það alvarlegum augum þegar menn skelli því fram til alþjóðar og láti líta þannig út að lögregla sinni ekki vinnunni sinni. Hinn látni var tvítugur að aldri og lést hann af völdum hnífstugu í hjartað. Sigurður Freyr, sem er 23 ára gamall, var handtekinn af lögreglu á laugardagsmorgunn grunaður um verknaðinn. Sigurður var úrskurðaður í tíu daga gæsluvarðhald og játaði í gærkvöld. Fréttamaður fékk í dag að hlýða á upptöku af símtali umrædds heimildarmanns DV við fjarskiptamiðstöð lögreglu og kemur þar fram að hann hafi verið að tilkynna um ölvað fólk sem steig upp í bifreið og ók á brott. Þar kom ekki fram að hann hafi orðið vitni að átökum fólks sem Geir Jón segir hafa farið fram innandyra en ekki utan. Lögreglan brást við þessari tilkynningu og tengdist atburðurinn á engan hátt atburði sem síðar varð að Hverfisgötu 58. DV vísar á bug ásökunum Geirs Jóns Þórissonar, yfirlögregluþjóns í Reykjavík, um slæleg vinnubrögð og heldur fram að vegna bilunar í fjarskipamistöð Ríkislögreglustjóra hafi símtal vitnis ekki verið bókað og það hafi varalögreglustjóri staðfest við blaðamann. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Sjá meira
Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir símtal til neyðarlínu tæpum klukkutíma fyrir morðið á Hverfisgötu á laugardagsmorgun ekki tengjast morðinu eða þeim sem þar komu við sögu á nokkurn hátt. Geir Jón segir það grafalvarlegt að ásaka lögregluna um að sinna ekki skyldum sínum eins og DV gerir. Í frétt DV í gær var greint frá því að maður hefði orðið vitni að átökum Sigurðar Freys Kristmundssonar, sem banaði manni að Hversgötu 58 á laugardagsmorgun. Kveðst vitni hafa tilkynnt lögreglunni um átökin um 45 mínútum fyrir atburðinn en lögreglan ekki brugðist við tilkynningunni. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir símtalið ekki tengjast morðinu eða þeim sem þar komu við sögu á nokkurn hátt og segist hann harma frásögn DV í þessu máli og að blaðamaður hafi ekki leitað eftir sannleiksgildi fréttarinnar. Hann segir enn fremur að það sé afskaplega alvarlegt þegar það sé sagt í fjölmiðlum að lögregla sinni ekki alvarlegu útkalli. Lögregla líti það alvarlegum augum þegar menn skelli því fram til alþjóðar og láti líta þannig út að lögregla sinni ekki vinnunni sinni. Hinn látni var tvítugur að aldri og lést hann af völdum hnífstugu í hjartað. Sigurður Freyr, sem er 23 ára gamall, var handtekinn af lögreglu á laugardagsmorgunn grunaður um verknaðinn. Sigurður var úrskurðaður í tíu daga gæsluvarðhald og játaði í gærkvöld. Fréttamaður fékk í dag að hlýða á upptöku af símtali umrædds heimildarmanns DV við fjarskiptamiðstöð lögreglu og kemur þar fram að hann hafi verið að tilkynna um ölvað fólk sem steig upp í bifreið og ók á brott. Þar kom ekki fram að hann hafi orðið vitni að átökum fólks sem Geir Jón segir hafa farið fram innandyra en ekki utan. Lögreglan brást við þessari tilkynningu og tengdist atburðurinn á engan hátt atburði sem síðar varð að Hverfisgötu 58. DV vísar á bug ásökunum Geirs Jóns Þórissonar, yfirlögregluþjóns í Reykjavík, um slæleg vinnubrögð og heldur fram að vegna bilunar í fjarskipamistöð Ríkislögreglustjóra hafi símtal vitnis ekki verið bókað og það hafi varalögreglustjóri staðfest við blaðamann.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“