Lögreglan var við að missa tökin 24. ágúst 2005 00:01 "Okkur fannst á tímabili að við værum jafnvel að missa þetta allt saman yfir okkur. Það var alveg á mörkunum," segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, um ástandið sem skapaðist í miðborg Reykjavíkur eftir miðnætti á nýafstaðinni menningarnótt. "Þarna voru fjórir stórir hópar á fjórum stöðum í miðbænum, sem voru mjög árásargjarnir. Það mátti engu muna. Tvö hnefahögg milli tveggja einstaklinga verða til að þess að 50 til 60 krakkar ærast og hlaupa á eftir einum og ganga í skrokk á honum - allt þar til lögreglan skakkar leikinn. Það vissi enginn af hverju þetta var. Spennan var með þessum hætti og múgæsing greip um sig." Geir Jón segir að menn muni setjast niður og ræða til hvaða ráða sé hægt að grípa því svona nokkuð sé ekki hægt láta líðast ár eftir ár. Jóna Hrönn Bolladóttir miðborgarprestur tekur undir þetta og segir þá sem voru að störfum nóttina eftir að dagskrá menningarnætur lauk hafi verið óttaslegna. Hún undirstrikar að menningarnóttin sjálf sé frábær viðburður. "Undanfarin fimm ár hef ég verið með sjálfboðaliða við leitarstörf í miðborginni eftir miðnætti. Þar hefir orðið mjög hröð og vond breyting. Þetta hefur orðið fylleríisnótt sumarsins. Við sjáum og skynjum mikið fyllerí fólks á öllum aldri, unglingafyllerí, fíkniefnaneyslu, spennuþrungið og hættulegt ástand." Jóna Hrönn segir, að hún og aðrir sjálfboðaliðar sem voru í bænum eftir miðnætti á menningarnótt fyrir fjórum árum hafi verið í "stórri lífshættu." Þá var eins og nóttin lenti skyndilega í herkví neikvæðra afla. Síðan hafi fjöldi þeirra sem hafi verið í neyslu áfengis og fíkniefna þessa nótt farið vaxandi frá ári til árs. "Við vorum að sjá unglinga niður í 14 til 15 ára aldur þvælast í miðborginni um miðja nótt," segir hún. "Þetta var hópur sem sést alla jafna ekki í miðborginni um nætur. Ég sá þarna unglinga sem ég þekki til og veit að vel er staðið að. Þau voru þarna alltof lengi - við alltof hættulegar aðstæður. Ef það er svona óskaplega spennandi að koma þessa nótt í miðborgina, þá verðum við foreldrarnir að fylgja með. Það er okkar hlutverk að vernda þau," segir Jóna Hrönn Bolladóttir. Borgarstjórn Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
"Okkur fannst á tímabili að við værum jafnvel að missa þetta allt saman yfir okkur. Það var alveg á mörkunum," segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, um ástandið sem skapaðist í miðborg Reykjavíkur eftir miðnætti á nýafstaðinni menningarnótt. "Þarna voru fjórir stórir hópar á fjórum stöðum í miðbænum, sem voru mjög árásargjarnir. Það mátti engu muna. Tvö hnefahögg milli tveggja einstaklinga verða til að þess að 50 til 60 krakkar ærast og hlaupa á eftir einum og ganga í skrokk á honum - allt þar til lögreglan skakkar leikinn. Það vissi enginn af hverju þetta var. Spennan var með þessum hætti og múgæsing greip um sig." Geir Jón segir að menn muni setjast niður og ræða til hvaða ráða sé hægt að grípa því svona nokkuð sé ekki hægt láta líðast ár eftir ár. Jóna Hrönn Bolladóttir miðborgarprestur tekur undir þetta og segir þá sem voru að störfum nóttina eftir að dagskrá menningarnætur lauk hafi verið óttaslegna. Hún undirstrikar að menningarnóttin sjálf sé frábær viðburður. "Undanfarin fimm ár hef ég verið með sjálfboðaliða við leitarstörf í miðborginni eftir miðnætti. Þar hefir orðið mjög hröð og vond breyting. Þetta hefur orðið fylleríisnótt sumarsins. Við sjáum og skynjum mikið fyllerí fólks á öllum aldri, unglingafyllerí, fíkniefnaneyslu, spennuþrungið og hættulegt ástand." Jóna Hrönn segir, að hún og aðrir sjálfboðaliðar sem voru í bænum eftir miðnætti á menningarnótt fyrir fjórum árum hafi verið í "stórri lífshættu." Þá var eins og nóttin lenti skyndilega í herkví neikvæðra afla. Síðan hafi fjöldi þeirra sem hafi verið í neyslu áfengis og fíkniefna þessa nótt farið vaxandi frá ári til árs. "Við vorum að sjá unglinga niður í 14 til 15 ára aldur þvælast í miðborginni um miðja nótt," segir hún. "Þetta var hópur sem sést alla jafna ekki í miðborginni um nætur. Ég sá þarna unglinga sem ég þekki til og veit að vel er staðið að. Þau voru þarna alltof lengi - við alltof hættulegar aðstæður. Ef það er svona óskaplega spennandi að koma þessa nótt í miðborgina, þá verðum við foreldrarnir að fylgja með. Það er okkar hlutverk að vernda þau," segir Jóna Hrönn Bolladóttir.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira