Woods landaði sigri á Nec mótinu

Besti kylfingur heims, Bandaríkjamaðurinn Tiger Woods, sigraði á NEC heimsmótinu í golfi í Akron í Ohio í gærkvöldi en leikið var á Firestone vellinum. Sigur Tigers var tæpur, hann lék lokahringinn á 71 höggi, einu yfir pari og var samtals á sex höggum undir pari á holunum 72. Landi Tigers, Chris Di Marco hafnaði í öðru sæti höggi á eftir. Vijay Sing, Ryan Palmer og Paul Mccginley voru jafnir í þriðja sæti á fjórum undir pari. Þetta var fjórði sigur Tigers á sjö árum á þessu móti og jafnframt fimmti sigur hans á tímabilinu en hann landaði tveimur risatitlum á árinu.