Sport

Ballack þarf að ákveða sig

Uli Hönnes, knattspyrnustjóri Bayern Munchen, hefur gefið miðjumanni sínum Michael Ballack rúman einn mánuð til að ákveða hvort framtíð sín liggi hjá félaginu eða annarsstaðar. Ballack hefur þrálátlega verið orðaður við Man. Utd í allt sumar og er jafnvel talið að þegar sé búið að ganga frá samkomulagi um að sá þýski fari til rauðu djöflanna næsta sumar. Þá rennur samningur Ballacks út, en Hönnes vill að hann framlengi samninginn. "Við viljum fá svar í lok september eða byrjun október. Við höfum skýrt Ballack frá okkar vilja um að halda honum, tilboð okkar er á borðinu og nú þurfum við aðeins að fá svar; já eða nei. Þetta er mjög einfalt," segir Hönnes, en svo gæti jafnvel farið að Ballack yrði seldur um áramótin fari svo að hann skrifi ekki undir nýjan samning.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×