Óttast um meiðsli Ljungberg

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segist hafa nokkrar áhyggjur af hnémeiðslum Svíans Freddie Ljungberg, sem hann hlaut í leiknum gegn Chelsea í gær. Ljungberg gengst undir frekari læknisskoðun í dag og þá kemur væntanlega í ljós hvað hann þarf að vera lengi frá keppni. "Freddie fór strax í myndatöku eftir leikinn, en þar kom ekkert alvarlegt fram. Hann hinsvegar getur ekki gengið, þannig að ég sé ekki fram á að þetta séu nein smámeiðsli," sagði Wenger.