Lundúnaslagur á Brúnni í dag 20. ágúst 2005 00:01 Fyrsti risaslagur ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili fer fram í dag en þá mætast Lundúnaliðin Chelsea og Arsenal. Liðin mættust fyrir tveimur vikum síðan í leiknum um Samfélagsskjöldinn en þá var það Didier Drogba sem stal senunni og skoraði bæði mörk Chelsea sem hrósaði sigri í leiknum. Reikna má með því að Drogba verði í fremstu víglínu í dag þrátt fyrir frábæra innkomu argentínska sóknarmannsins Hernan Crespo um síðustu helgi en hann skoraði sigurmarkið gegn Wigan í uppbótartíma. Crespo og Drogba léku heilan leik fyrir landslið sín á miðvikudaginn líkt og Eiður Smári Guðjohnsen en enginn af þeim náði þó að skora í þeim leikjum. Arjen Robben var hinsvegar á skotskónum og skoraði tvö mörk fyrir Holland gegn Þýskalandi. Hvað varðar vörnina hjá Chelsea þá verða William Gallas og John Terry líklega áfram í hjarta hennar en Ricardo Carvalho var allt annað en sáttur við að þurfa að verma tréverkið í síðasta leik og lét Jose Mourinho heyra það í fjölmiðlum. Hann á lítinn möguleika á að snúa aftur í liðið eftir þau ummæli. Miðjumaðurinn Michael Essien verður í leikmannahópi Chelsea í fyrsta sinn eftir að hafa verið keyptur frá Lyon í vikunni. Thierry Henry, fyrirliði Arsenal, segir að þar hafi Chelsea gert góð kaup. „Essien verður frábær fyrir Chelsea, trúið mér. Hann er stórkostlegur leikmaður sem mörg lið langaði í en aðeins Chelsea gat fengið. Þeir hafa sterkt lið en þegar allt kemur til alls eru það ellefu sem keppa gegn ellefu og allt getur gerst í fótbolta," sagði Henry. Þetta verður 500. leikur Arsene Wenger við stjórnvölinn hjá Arsenal en u.þ.b. níu ár eru síðan hann tók við félaginu. Hann vill því halda upp á þennan áfanga með sigri gegn Chelsea í dag en fleiri reikna þó með sigri þeirra bláklæddu. Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Enski boltinn Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Fleiri fréttir FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Sjá meira
Fyrsti risaslagur ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili fer fram í dag en þá mætast Lundúnaliðin Chelsea og Arsenal. Liðin mættust fyrir tveimur vikum síðan í leiknum um Samfélagsskjöldinn en þá var það Didier Drogba sem stal senunni og skoraði bæði mörk Chelsea sem hrósaði sigri í leiknum. Reikna má með því að Drogba verði í fremstu víglínu í dag þrátt fyrir frábæra innkomu argentínska sóknarmannsins Hernan Crespo um síðustu helgi en hann skoraði sigurmarkið gegn Wigan í uppbótartíma. Crespo og Drogba léku heilan leik fyrir landslið sín á miðvikudaginn líkt og Eiður Smári Guðjohnsen en enginn af þeim náði þó að skora í þeim leikjum. Arjen Robben var hinsvegar á skotskónum og skoraði tvö mörk fyrir Holland gegn Þýskalandi. Hvað varðar vörnina hjá Chelsea þá verða William Gallas og John Terry líklega áfram í hjarta hennar en Ricardo Carvalho var allt annað en sáttur við að þurfa að verma tréverkið í síðasta leik og lét Jose Mourinho heyra það í fjölmiðlum. Hann á lítinn möguleika á að snúa aftur í liðið eftir þau ummæli. Miðjumaðurinn Michael Essien verður í leikmannahópi Chelsea í fyrsta sinn eftir að hafa verið keyptur frá Lyon í vikunni. Thierry Henry, fyrirliði Arsenal, segir að þar hafi Chelsea gert góð kaup. „Essien verður frábær fyrir Chelsea, trúið mér. Hann er stórkostlegur leikmaður sem mörg lið langaði í en aðeins Chelsea gat fengið. Þeir hafa sterkt lið en þegar allt kemur til alls eru það ellefu sem keppa gegn ellefu og allt getur gerst í fótbolta," sagði Henry. Þetta verður 500. leikur Arsene Wenger við stjórnvölinn hjá Arsenal en u.þ.b. níu ár eru síðan hann tók við félaginu. Hann vill því halda upp á þennan áfanga með sigri gegn Chelsea í dag en fleiri reikna þó með sigri þeirra bláklæddu.
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Enski boltinn Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Fleiri fréttir FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Sjá meira