Deilt um breytingar á leiðakerfi 19. ágúst 2005 00:01 Ágreiningur í stjórn Strætó bs. á fundi í gær varð til þess að Björk Vilhelmsdóttir stjórnarformaður dró til baka tvær tillögur sínar um breytingar á þjónustu strætisvagna. Meirihluti stjórnar telur að kostnaður við breytingar á þjónustutíma, leiðakerfi og tímatöflum verði of mikill. "Þarna var tekist á um hlutina," sagði Björk eftir fundinn. "Við vorum bæði að fara yfir reynsluna af nýja kerfinu, tillögur um lengdan þjónustutíma og breytingar á tímatöflum og leiðum. Ákveðið var að fela framkvæmdastjóra að breyta tímatöflunum eins og þyrfti og koma með tillögur að breytingum á leiðum." Áætlað er að lenging á aksturstíma Strætó á öllum leiðum til miðnættis kosti 40 milljónir króna á ári. Spurð nánar út í efni tillagnanna tveggja sem hún lagði fram, kvaðst Björk ekki getað greint frá því að svo stöddu þar sem hún hefði dregið þær til baka á fundinum. Ákveðið hefði verið að fresta ákvörðunum um viku, sem væri í sjálfu sér ásættanlegt. "En ég fell ekki frá því að ég tel að það eigi að breyta þjónustutímanum," ítrekar hún. Ármann Kr. Ólafsson stjórnarmaður í Strætó bs. segir, að stjórnin hafi viljað leyfa málinu "að anda aðeins," þannig að fyrst væri einu breytt, síðan öðru og svo koll af kolli með tilheyrandi kostnaði í hvert sinn. "Fyrir mitt leyti finnst mér að taka þurfi við öllum athugasemdum, fara yfir þær og gera síðan heildstæðar breytingar," segir hann. "Nú er til dæmis að koma inn stór hópur notenda sem er skólafólkið. Mér finnst ekkert sjálfgefið að við lengjum þjónustutímann til 12 á miðnætti. Við höfum úr ákveðnum fjármunum að spila. Spurningin er hvort breyting á einum lið kosti ekki endurskoðun á einhverju öðru." Ármann segir skyldur stjórnarinnar að fara vel yfir málið og gera síðan eina heildræna breytingu sem gagnist sem flestum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Ágreiningur í stjórn Strætó bs. á fundi í gær varð til þess að Björk Vilhelmsdóttir stjórnarformaður dró til baka tvær tillögur sínar um breytingar á þjónustu strætisvagna. Meirihluti stjórnar telur að kostnaður við breytingar á þjónustutíma, leiðakerfi og tímatöflum verði of mikill. "Þarna var tekist á um hlutina," sagði Björk eftir fundinn. "Við vorum bæði að fara yfir reynsluna af nýja kerfinu, tillögur um lengdan þjónustutíma og breytingar á tímatöflum og leiðum. Ákveðið var að fela framkvæmdastjóra að breyta tímatöflunum eins og þyrfti og koma með tillögur að breytingum á leiðum." Áætlað er að lenging á aksturstíma Strætó á öllum leiðum til miðnættis kosti 40 milljónir króna á ári. Spurð nánar út í efni tillagnanna tveggja sem hún lagði fram, kvaðst Björk ekki getað greint frá því að svo stöddu þar sem hún hefði dregið þær til baka á fundinum. Ákveðið hefði verið að fresta ákvörðunum um viku, sem væri í sjálfu sér ásættanlegt. "En ég fell ekki frá því að ég tel að það eigi að breyta þjónustutímanum," ítrekar hún. Ármann Kr. Ólafsson stjórnarmaður í Strætó bs. segir, að stjórnin hafi viljað leyfa málinu "að anda aðeins," þannig að fyrst væri einu breytt, síðan öðru og svo koll af kolli með tilheyrandi kostnaði í hvert sinn. "Fyrir mitt leyti finnst mér að taka þurfi við öllum athugasemdum, fara yfir þær og gera síðan heildstæðar breytingar," segir hann. "Nú er til dæmis að koma inn stór hópur notenda sem er skólafólkið. Mér finnst ekkert sjálfgefið að við lengjum þjónustutímann til 12 á miðnætti. Við höfum úr ákveðnum fjármunum að spila. Spurningin er hvort breyting á einum lið kosti ekki endurskoðun á einhverju öðru." Ármann segir skyldur stjórnarinnar að fara vel yfir málið og gera síðan eina heildræna breytingu sem gagnist sem flestum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira