Hugsanleg innherjaviðskipti skoðuð 18. ágúst 2005 00:01 Kauphöll Íslands skoðar hvort innherjaviðskipti hafi farið fram í FL Group síðustu daga, en veruleg viðskipti voru með bréf í félaginu í gær og hækkaði gengi þeirra um fjögur prósent. Hagnaður félagsins á fyrstu sex mánuðum ársins nam 2,3 milljörðum króna og er þetta mesti hagnaður þess frá upphafi. Það sem þykir óvenjulegt er að bréf FL group hækkuðu um tæp fjögur prósent í gær, rétt áður en tilkynnt var um met afkomu fyrirtækisins. Þórður Friðjónsson forstjóri Kauphallarinnar segir að málið verði skoðað rækilega. Hann segir að þegar verði óvenjulegar og snöggar hreyfingar eins og urðu í gær hjá Flugleiðum þá er vandlega farið yfir málið og reynt að greina það eftir bestu getu. Hann vildi ekki segja um hvort að rökstuddur grunur væri fyrir því að innherjaviðskipti ættu sér stað fyrr en búið væri að skoða málið. Hann benti líka á að verðið hefði lækkað aftur í morgun. Velta FL Group og fjórtán dótturfyrirtækja var 20,1 milljarður króna og jókst um 6,4 prósent frá sama tíma á síðasta ári. Í tilkynningu frá félaginu segir að þessa góðu afkomu megi fyrst og fremst rekja til mikils árangurs af fjárfestingastefnu félagsins. FL group á meðal annars hlutabréf í breska lággjaldaflugfélaginu Easy Jet, Íslandsbanka og KB banka. - þarna var rætt við Þórð Friðjónsson forstjóra Kauphallarinnar. Innlent Viðskipti Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Kauphöll Íslands skoðar hvort innherjaviðskipti hafi farið fram í FL Group síðustu daga, en veruleg viðskipti voru með bréf í félaginu í gær og hækkaði gengi þeirra um fjögur prósent. Hagnaður félagsins á fyrstu sex mánuðum ársins nam 2,3 milljörðum króna og er þetta mesti hagnaður þess frá upphafi. Það sem þykir óvenjulegt er að bréf FL group hækkuðu um tæp fjögur prósent í gær, rétt áður en tilkynnt var um met afkomu fyrirtækisins. Þórður Friðjónsson forstjóri Kauphallarinnar segir að málið verði skoðað rækilega. Hann segir að þegar verði óvenjulegar og snöggar hreyfingar eins og urðu í gær hjá Flugleiðum þá er vandlega farið yfir málið og reynt að greina það eftir bestu getu. Hann vildi ekki segja um hvort að rökstuddur grunur væri fyrir því að innherjaviðskipti ættu sér stað fyrr en búið væri að skoða málið. Hann benti líka á að verðið hefði lækkað aftur í morgun. Velta FL Group og fjórtán dótturfyrirtækja var 20,1 milljarður króna og jókst um 6,4 prósent frá sama tíma á síðasta ári. Í tilkynningu frá félaginu segir að þessa góðu afkomu megi fyrst og fremst rekja til mikils árangurs af fjárfestingastefnu félagsins. FL group á meðal annars hlutabréf í breska lággjaldaflugfélaginu Easy Jet, Íslandsbanka og KB banka. - þarna var rætt við Þórð Friðjónsson forstjóra Kauphallarinnar.
Innlent Viðskipti Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira