Hagnaðist ekki persónulega 16. ágúst 2005 00:01 Ákærðu í Baugsmálinu lýsa sig saklausa af þeim tölulið ákærunnar sem snýr að kaupum Jóns Ásgeirs Jónssonar, þáverandi forstjóra Baugs, á Vöruveltunni hf. sem meðal annars rak verslanakeðjuna 10-11. Í ákærunni gegn forsvarsmönnum og endurskoðendum Baugs er Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, fyrrum forstjóra Baugs, og Tryggva Jónssyni, fyrrum aðstoðarforstjóra Baugs, gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína og blekkt stjórn Baugs með vitund Jóhannesar Jónssonar til að kaupa Vöruveltuna. Keyptu 10-11 á milljarð Jón Ásgeir gerði samning um kaup á öllu hlutafé í Vöruveltunni samkvæmt fimmta tölulið ákærunnar með bindandi samningi 7. október 1998 og var kaupverðið einn milljarður eitt hundrað og fimmtíu milljónir króna. Auk þess skyldu greiddar hundrað milljónir samkvæmt sérstakri viðbótargreiðslu til seljenda samkvæmt samningi dagsettum 5. júní 1999. Á stjórnarfundi Baugs hinn 20. maí 1999 var Jóni Ásgeiri hins vegar heimilað að ganga til samninga vegna kaupa á sjötíu prósentum hlutafjár í Vöruveltunni og teljast hann og aðrir ákærðu samkvæmt ákærunni hafa leynt stjórninni að Jón Ásgeir hafi sjálfur verið umráðandi sjötíu prósenta hlutafjár og hafi verið raunverulegur eigandi fyrirtækisins. Baugur eignaðist sjötíu prósent í Vöruveltunni og greiddi fyrir einn milljarð og þrjátíu og sjö milljónir króna. Sölutrygging fyrir eigendur Í athugasemdum sakborninga er því hafnað að nokkuð ólöglegt hafi verið við viðskipti Jóns Ásgeirs enda hafi hann gert samning við seljendur Vöruveltunnar sem umboðsmaður kaupenda. Samkvæmt samningi skyldi kaupandi tilgreindur innan þrjátíu daga og hafi samningurinn falið í sér sölutryggingu fyrir eigendur Vöruveltunnar. Íslandsbanki og aðrir aðilar sem voru eigendur sjötíu prósenta hlutafjárins hafi síðan komið að málinu en ekki Jón Ásgeir. Segir að viðskiptin hafi verið gerð með vitund og samþykki hluthafa Baugs sem hafi ekki verið skráð á hlutabréfamarkað þegar viðskiptin áttu sér stað. Enginn auðgunarásetningur hafi verið til staðar og fyrir liggi að Jón Ásgeir hafi ekkert hagnast á viðskiptunum. Baugur hafi hins vegar hagnast um þrjá og hálfan til fjóra milljarða á viðskiptunum. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Ákærðu í Baugsmálinu lýsa sig saklausa af þeim tölulið ákærunnar sem snýr að kaupum Jóns Ásgeirs Jónssonar, þáverandi forstjóra Baugs, á Vöruveltunni hf. sem meðal annars rak verslanakeðjuna 10-11. Í ákærunni gegn forsvarsmönnum og endurskoðendum Baugs er Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, fyrrum forstjóra Baugs, og Tryggva Jónssyni, fyrrum aðstoðarforstjóra Baugs, gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína og blekkt stjórn Baugs með vitund Jóhannesar Jónssonar til að kaupa Vöruveltuna. Keyptu 10-11 á milljarð Jón Ásgeir gerði samning um kaup á öllu hlutafé í Vöruveltunni samkvæmt fimmta tölulið ákærunnar með bindandi samningi 7. október 1998 og var kaupverðið einn milljarður eitt hundrað og fimmtíu milljónir króna. Auk þess skyldu greiddar hundrað milljónir samkvæmt sérstakri viðbótargreiðslu til seljenda samkvæmt samningi dagsettum 5. júní 1999. Á stjórnarfundi Baugs hinn 20. maí 1999 var Jóni Ásgeiri hins vegar heimilað að ganga til samninga vegna kaupa á sjötíu prósentum hlutafjár í Vöruveltunni og teljast hann og aðrir ákærðu samkvæmt ákærunni hafa leynt stjórninni að Jón Ásgeir hafi sjálfur verið umráðandi sjötíu prósenta hlutafjár og hafi verið raunverulegur eigandi fyrirtækisins. Baugur eignaðist sjötíu prósent í Vöruveltunni og greiddi fyrir einn milljarð og þrjátíu og sjö milljónir króna. Sölutrygging fyrir eigendur Í athugasemdum sakborninga er því hafnað að nokkuð ólöglegt hafi verið við viðskipti Jóns Ásgeirs enda hafi hann gert samning við seljendur Vöruveltunnar sem umboðsmaður kaupenda. Samkvæmt samningi skyldi kaupandi tilgreindur innan þrjátíu daga og hafi samningurinn falið í sér sölutryggingu fyrir eigendur Vöruveltunnar. Íslandsbanki og aðrir aðilar sem voru eigendur sjötíu prósenta hlutafjárins hafi síðan komið að málinu en ekki Jón Ásgeir. Segir að viðskiptin hafi verið gerð með vitund og samþykki hluthafa Baugs sem hafi ekki verið skráð á hlutabréfamarkað þegar viðskiptin áttu sér stað. Enginn auðgunarásetningur hafi verið til staðar og fyrir liggi að Jón Ásgeir hafi ekkert hagnast á viðskiptunum. Baugur hafi hins vegar hagnast um þrjá og hálfan til fjóra milljarða á viðskiptunum.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira