Spreiuðu slagorð á Alþingishúsið 12. ágúst 2005 00:01 Virkjanamótmælendur létu til skarar skríða í miðborg Reykjavíkur í nótt. Alþingishúsið og styttan af Jóni Sigurðssyni var meðal þess sem varð fyrir barðinu á spreibrúsum mótmælendanna. Lögreglunni var tilkynnt um tvo menn sem spreiuðu slagorð í miðbænum um tvöleytið í nótt. Spreiuðu þeir slagorð gegn virkjunarframkvæmdum meðal annars á Alþingishúsið, styttu Jóns Sigurðssonar og Landssímahúsið við Austurvöll auk húsa við Laugaveg og í Bankastræti. Annar mannanna var handtekinn í nótt og yfirheyrður í morgun, en honum var sleppt úr haldi síðdegis í dag. Hann neitar allri sök, en ekki er vitað hvort hann hafi tekið þátt í mótmælaaðgerðum við Kárahnjúka í sumar. Ú tlendingastofnun íhugar nú að vísa 21 mótmælanda úr landi og hóf embætti Ríkislögreglustjóra í dag að birta rúmlega tuttugu mótmælendum bréf þar sem þeim er gefinn kostur á að andmæla brottvísun. Hildur Dungal, forstjóri Útlendingastofnunar, segir enga ákvörðun um brottvísun liggja fyrir fyrr en andmæli mótmælendanna hafa komið fram. Í júlí fór sýslumaðurinn á Seyðisfirði fram á að þremur mótmælendum yrði vísað úr landi en Útlendingastofnun taldi stofnunina skorta lagaheimildir í því tilviki. Aðspurð hvað hafi breyst segir Hildur að margt hafi gerst síðan þá og fleiri tilvik tengd mótmælendunum hafi komið upp. Þar sé komin ítrekun og einnig hafi borist mat frá ríkislögreglustjóra og gögn frá lögreglu sem gefi kost á skoða málið betur. Fréttastofa Stöðvar 2 reyndi í dag að ná tali af erlendum mótmælendum í húsnæði þeirra við Laugaveg. Þrjár erlendar konur voru á staðnum og var engin þeirra tilbúin að tjá sig við fjölmiðla - reyndar var þeim illa við nærveru myndavélanna. Birgitta Jónsdóttir, talsmaður mótmælendanna, segir þá hrædda við aðgerðir lögreglunnar. Þá séu þeir hissa á brottvísununum. Hún segist sjálf telja að ef vísa ætti fólki úr landi þyrftu brotin að vera alvarleg, eins og ofbeldi, en mótmælendurnir hafi engin plögg séð þar sem sannað sé glæpsamlegt athæfi fyrir utan það að hengja upp borða. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Sjá meira
Virkjanamótmælendur létu til skarar skríða í miðborg Reykjavíkur í nótt. Alþingishúsið og styttan af Jóni Sigurðssyni var meðal þess sem varð fyrir barðinu á spreibrúsum mótmælendanna. Lögreglunni var tilkynnt um tvo menn sem spreiuðu slagorð í miðbænum um tvöleytið í nótt. Spreiuðu þeir slagorð gegn virkjunarframkvæmdum meðal annars á Alþingishúsið, styttu Jóns Sigurðssonar og Landssímahúsið við Austurvöll auk húsa við Laugaveg og í Bankastræti. Annar mannanna var handtekinn í nótt og yfirheyrður í morgun, en honum var sleppt úr haldi síðdegis í dag. Hann neitar allri sök, en ekki er vitað hvort hann hafi tekið þátt í mótmælaaðgerðum við Kárahnjúka í sumar. Ú tlendingastofnun íhugar nú að vísa 21 mótmælanda úr landi og hóf embætti Ríkislögreglustjóra í dag að birta rúmlega tuttugu mótmælendum bréf þar sem þeim er gefinn kostur á að andmæla brottvísun. Hildur Dungal, forstjóri Útlendingastofnunar, segir enga ákvörðun um brottvísun liggja fyrir fyrr en andmæli mótmælendanna hafa komið fram. Í júlí fór sýslumaðurinn á Seyðisfirði fram á að þremur mótmælendum yrði vísað úr landi en Útlendingastofnun taldi stofnunina skorta lagaheimildir í því tilviki. Aðspurð hvað hafi breyst segir Hildur að margt hafi gerst síðan þá og fleiri tilvik tengd mótmælendunum hafi komið upp. Þar sé komin ítrekun og einnig hafi borist mat frá ríkislögreglustjóra og gögn frá lögreglu sem gefi kost á skoða málið betur. Fréttastofa Stöðvar 2 reyndi í dag að ná tali af erlendum mótmælendum í húsnæði þeirra við Laugaveg. Þrjár erlendar konur voru á staðnum og var engin þeirra tilbúin að tjá sig við fjölmiðla - reyndar var þeim illa við nærveru myndavélanna. Birgitta Jónsdóttir, talsmaður mótmælendanna, segir þá hrædda við aðgerðir lögreglunnar. Þá séu þeir hissa á brottvísununum. Hún segist sjálf telja að ef vísa ætti fólki úr landi þyrftu brotin að vera alvarleg, eins og ofbeldi, en mótmælendurnir hafi engin plögg séð þar sem sannað sé glæpsamlegt athæfi fyrir utan það að hengja upp borða.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Sjá meira