Varað við skattalækkunum 6. ágúst 2005 00:01 "Með því að bæta skattalækkunum ofan á þá þenslu sem nú er í þjóðfélaginu þá teljum við að verðbólga getið farið af stað enn frekar en nú er orðið og við höfum varað mjög við þessum tímasetningum," segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ. Fréttablaðið greindi frá því í gær að búast megi við því að tekjuskattur lækki um áramótin um tvö prósent og einnig má búast á næstunni við því að neðra þrep virðisaukaskatts, sem einkum leggst á matvæli og nauðsynjavörur, lækki verulega. Gylfi segir að brýnna sé að bæta kjör þeirra sem lægst hafa launin svo og atvinnuleysisbætur, bætur til öryrkja og ellilífeyrisþega. "Þessir hópar hafa ekki fengið að njóta sömu hækkana og mér finnst að þegar ríkissjóður er aflögufær eigi að bæta stöðu þessara hópa áður en ráðist er í skattalækkanir. Lækkun skattprósentunnar er mun hagstæðari fyrir þá tekjuhærri en þá tekjulægri, þess vegna höfum við verið mun jákvæðari gagnvart lækkun á virðisaukaskatti á matvæli og fögnum henni ef af verður," segir Gylfi. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir erfitt að tjá sig um mögulegar breyttar tillögur því þær hafi ekki verið kynntar opinberlega enn sem komið er. "Ég held það hljóti hins vegar að vera svo að það spili inn í afstöðu stjórnmálamanna hvernig staðan í efnahagsmálum og á vinnumarkaði er. Þá er ég að vísa til þess að ef einhver upplausn verður á vinnumarkaði um áramótin vegna endurskoðunar kjarasamninga þá teldi ég mikla goðgá að spila skattalækkunum inn í þá stöðu," segir Ari. Ari segir að viðbrögð Samtaka atvinnulífsins á skattalækkunartillögur ríkisstjórnarinnar hafi verið jákvæð og telur að frekari skattalækkanir þurfi ekki að að velda meiri þenslu en nú er. Hann segist gera sér vonir um að skattalækkanir fyrir almenning og að sá kaupmáttur sem fólk fær út úr þeim ráðstöfunum til viðbótar við launahækkanir, mælist vel fyrir og verði til þess að treysta frið á vinnumarkaði og stuðla þannig að stöðugleika í efnahagslífinu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
"Með því að bæta skattalækkunum ofan á þá þenslu sem nú er í þjóðfélaginu þá teljum við að verðbólga getið farið af stað enn frekar en nú er orðið og við höfum varað mjög við þessum tímasetningum," segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ. Fréttablaðið greindi frá því í gær að búast megi við því að tekjuskattur lækki um áramótin um tvö prósent og einnig má búast á næstunni við því að neðra þrep virðisaukaskatts, sem einkum leggst á matvæli og nauðsynjavörur, lækki verulega. Gylfi segir að brýnna sé að bæta kjör þeirra sem lægst hafa launin svo og atvinnuleysisbætur, bætur til öryrkja og ellilífeyrisþega. "Þessir hópar hafa ekki fengið að njóta sömu hækkana og mér finnst að þegar ríkissjóður er aflögufær eigi að bæta stöðu þessara hópa áður en ráðist er í skattalækkanir. Lækkun skattprósentunnar er mun hagstæðari fyrir þá tekjuhærri en þá tekjulægri, þess vegna höfum við verið mun jákvæðari gagnvart lækkun á virðisaukaskatti á matvæli og fögnum henni ef af verður," segir Gylfi. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir erfitt að tjá sig um mögulegar breyttar tillögur því þær hafi ekki verið kynntar opinberlega enn sem komið er. "Ég held það hljóti hins vegar að vera svo að það spili inn í afstöðu stjórnmálamanna hvernig staðan í efnahagsmálum og á vinnumarkaði er. Þá er ég að vísa til þess að ef einhver upplausn verður á vinnumarkaði um áramótin vegna endurskoðunar kjarasamninga þá teldi ég mikla goðgá að spila skattalækkunum inn í þá stöðu," segir Ari. Ari segir að viðbrögð Samtaka atvinnulífsins á skattalækkunartillögur ríkisstjórnarinnar hafi verið jákvæð og telur að frekari skattalækkanir þurfi ekki að að velda meiri þenslu en nú er. Hann segist gera sér vonir um að skattalækkanir fyrir almenning og að sá kaupmáttur sem fólk fær út úr þeim ráðstöfunum til viðbótar við launahækkanir, mælist vel fyrir og verði til þess að treysta frið á vinnumarkaði og stuðla þannig að stöðugleika í efnahagslífinu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira