Hörð viðurlög við sprengjuhótunum 5. ágúst 2005 00:01 Allt að lífstíðarfangelsi liggur við sprengjuhótunum hér á landi. Enginn hefur verið handtekinn vegna sprengjuhótunarinnar á Leifsstöð í morgun en lögreglu grunar þó hver var að verki. Ákveðin manneskja liggur undir grun um sprengjuhótunina í Leifsstöð í nótt og er hennar nú leitað. Fjarskiptamiðstöð Ríkislögreglustjóra barst tilkynningin í nótt og var allt viðeigandi lið kallað út til sprengjuleitar um klukkan hálffjögur. Þetta var svonefnd óljós tilkynning en svo nefnist það þegar grunur leikur á að um gabb sé að ræða þannig að ekki var gripið til þess að rýma flugstöðina heldur leitað skipulega á vissum svæðum og reynt að vekja ekki ótta fyrstu gesta morgunsins. Leit lauk á sjötta tímanum án þess að nokkuð fyndist en þá höfðu myndast biðraðir við innritunarborðin vegna leitarinnar. Að sögn Ellisif Tinnu Víðisdóttur, staðgengils sýslumanns á Keflavíkurflugvelli, er málið þrátt fyrir það litið mjög alvarlegum augum, ekki síst í ljósi ástandsins í heiminum um þessar mundir og verður allt gert til að hafa upp á þeim sem kom þessu af stað og hann látinn sæta refsingu, en þung viðurlög eru við sprengihótunum. Tinna segir ákvæði í hegningarlögum sem kveði á um allt að þriggja ára fangelsi en auk þess sé þar annað ákvæði sem lúti að hryðjuverkum og yrði ákært fyrir það þá gæti það þýtt allt að lífstíðarfangelsi. Lífstíðarfangelsi hér á landi er sextán ár. Tinna segir að í þessu tilfelli sé þó væntanlega um að ræða þrjú til fimm ár. Tinna segir að manneskjan sé ekki fundin en yfirvöld hafi rökstuddan grun um hver hafi verið að verki. Að svo stöddu geti hún ekki gefið upp hver það sé. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Flugleiða, segir engar tafir hafa orðið vegna málsins í morgun en uppákomur sem þessar hafi þó alltaf kostnaðarsamar aðgerðir í för með sér og geta kostað flugfélög milljónir ef tafir eru miklar. Fólk er því beðið um að hugsa sig tvisvar um áður en það hefur uppi svona fíflaskap. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Allt að lífstíðarfangelsi liggur við sprengjuhótunum hér á landi. Enginn hefur verið handtekinn vegna sprengjuhótunarinnar á Leifsstöð í morgun en lögreglu grunar þó hver var að verki. Ákveðin manneskja liggur undir grun um sprengjuhótunina í Leifsstöð í nótt og er hennar nú leitað. Fjarskiptamiðstöð Ríkislögreglustjóra barst tilkynningin í nótt og var allt viðeigandi lið kallað út til sprengjuleitar um klukkan hálffjögur. Þetta var svonefnd óljós tilkynning en svo nefnist það þegar grunur leikur á að um gabb sé að ræða þannig að ekki var gripið til þess að rýma flugstöðina heldur leitað skipulega á vissum svæðum og reynt að vekja ekki ótta fyrstu gesta morgunsins. Leit lauk á sjötta tímanum án þess að nokkuð fyndist en þá höfðu myndast biðraðir við innritunarborðin vegna leitarinnar. Að sögn Ellisif Tinnu Víðisdóttur, staðgengils sýslumanns á Keflavíkurflugvelli, er málið þrátt fyrir það litið mjög alvarlegum augum, ekki síst í ljósi ástandsins í heiminum um þessar mundir og verður allt gert til að hafa upp á þeim sem kom þessu af stað og hann látinn sæta refsingu, en þung viðurlög eru við sprengihótunum. Tinna segir ákvæði í hegningarlögum sem kveði á um allt að þriggja ára fangelsi en auk þess sé þar annað ákvæði sem lúti að hryðjuverkum og yrði ákært fyrir það þá gæti það þýtt allt að lífstíðarfangelsi. Lífstíðarfangelsi hér á landi er sextán ár. Tinna segir að í þessu tilfelli sé þó væntanlega um að ræða þrjú til fimm ár. Tinna segir að manneskjan sé ekki fundin en yfirvöld hafi rökstuddan grun um hver hafi verið að verki. Að svo stöddu geti hún ekki gefið upp hver það sé. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Flugleiða, segir engar tafir hafa orðið vegna málsins í morgun en uppákomur sem þessar hafi þó alltaf kostnaðarsamar aðgerðir í för með sér og geta kostað flugfélög milljónir ef tafir eru miklar. Fólk er því beðið um að hugsa sig tvisvar um áður en það hefur uppi svona fíflaskap.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira