Lundúnalögreglan í viðbragðsstöðu 1. ágúst 2005 00:01 Skyttur og sérsveitarmenn í bresku lögreglunni eru á húsþökum og götum í Lundúnum í dag, tilbúnir að bregðast við nýrri hrinu hryðjuverkaárása. Breska lögreglan telur sig nú vita að þriðji hópur hryðjuverkamanna undirbýr sjálfsmorðsárásir á almenningsfarartæki í Lundúnum. Mennirnir eru allir sagðir Pakistanar en fæddir og uppaldir í Bretlandi, líkt og þeir sem gerðu árásirnar sjöunda júlí þar sem yfir fimmtíu voru drepnir. Þessi hópur er einnig sagður tengjast hópnum sem gerði fyrstu hrinu árásanna en sá hópur kom frá Leeds. Times hefur eftir bandarískum heimildamönnum að mennirnir tengist mosku í Finsbury Park í Lundúnum. Lögreglumenn segja Guardian þó að allir geri sér grein fyrir því að hryðjuverkamenn, hvort sem þeir eru herskáir íslamistar eða ekki, geta komið hvaðan sem er og verið hvernig sem er á litinn. Yfirmenn Lundúnalögreglunnar hafa einnig af því vaxandi áhyggjur að erfitt verði að halda því öryggis- og viðbúnaðarstigi sem nú er í borginni en þúsundir viðbótarlögreglumanna eru á götum borgarinnar, öll leyfi hafa verið afturkölluð og unnið er myrkranna á milli. Ian Blair, lögreglustjóri, dregur ekki dul á að menn hans eru orðnir örþreyttir. Sjö voru handteknir í Brighton í gær grunaðir um tengsl við hryðjuverkin, en ekki er vitað meira um það fólk. Bresk yfirvöld fóru formlega fram á það í dag að Osman Hussain, sem handtekinn var í Róm á föstudag, yrði framseldur. Það gæti þó tekið dágóðan tíma og jafnvel verið hafnað. Ítalskir saksóknarar hafa farið fram á rannsókn á hugsanlegum tengslum Osmans Hussain við alþjóðlega hryðjuverkastarfsemi og komi til réttarhalda væri í fyrsta lagi hægt að framselja hann af þeim loknum - sem gæti tekið meira en ár. Fái hann fangelsisdóm tæki það ennþá lengri tíma. Bresk öryggismálayfirvöld berjast með öllum ráðum við al-Qaeda, að því er virðist. Ísraelskir sérfræðingar hafa tekið eftir því í hálfan mánuð að vefsíður tengdar al-Qaeda og íslömskum öfgamönnum hafa horfið hver af annarri. Tugir vefsíðna þar sem gefnar eru leiðbeiningar um hvernig má setja saman vopn og sprengjur af öllum gerðum finnast ekki lengur og þykjast ísraelsku sérfræðingarnir sjá fingrafar bresku leyniþjónustunnar á þessu dularfulla hvarfi. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Sjá meira
Skyttur og sérsveitarmenn í bresku lögreglunni eru á húsþökum og götum í Lundúnum í dag, tilbúnir að bregðast við nýrri hrinu hryðjuverkaárása. Breska lögreglan telur sig nú vita að þriðji hópur hryðjuverkamanna undirbýr sjálfsmorðsárásir á almenningsfarartæki í Lundúnum. Mennirnir eru allir sagðir Pakistanar en fæddir og uppaldir í Bretlandi, líkt og þeir sem gerðu árásirnar sjöunda júlí þar sem yfir fimmtíu voru drepnir. Þessi hópur er einnig sagður tengjast hópnum sem gerði fyrstu hrinu árásanna en sá hópur kom frá Leeds. Times hefur eftir bandarískum heimildamönnum að mennirnir tengist mosku í Finsbury Park í Lundúnum. Lögreglumenn segja Guardian þó að allir geri sér grein fyrir því að hryðjuverkamenn, hvort sem þeir eru herskáir íslamistar eða ekki, geta komið hvaðan sem er og verið hvernig sem er á litinn. Yfirmenn Lundúnalögreglunnar hafa einnig af því vaxandi áhyggjur að erfitt verði að halda því öryggis- og viðbúnaðarstigi sem nú er í borginni en þúsundir viðbótarlögreglumanna eru á götum borgarinnar, öll leyfi hafa verið afturkölluð og unnið er myrkranna á milli. Ian Blair, lögreglustjóri, dregur ekki dul á að menn hans eru orðnir örþreyttir. Sjö voru handteknir í Brighton í gær grunaðir um tengsl við hryðjuverkin, en ekki er vitað meira um það fólk. Bresk yfirvöld fóru formlega fram á það í dag að Osman Hussain, sem handtekinn var í Róm á föstudag, yrði framseldur. Það gæti þó tekið dágóðan tíma og jafnvel verið hafnað. Ítalskir saksóknarar hafa farið fram á rannsókn á hugsanlegum tengslum Osmans Hussain við alþjóðlega hryðjuverkastarfsemi og komi til réttarhalda væri í fyrsta lagi hægt að framselja hann af þeim loknum - sem gæti tekið meira en ár. Fái hann fangelsisdóm tæki það ennþá lengri tíma. Bresk öryggismálayfirvöld berjast með öllum ráðum við al-Qaeda, að því er virðist. Ísraelskir sérfræðingar hafa tekið eftir því í hálfan mánuð að vefsíður tengdar al-Qaeda og íslömskum öfgamönnum hafa horfið hver af annarri. Tugir vefsíðna þar sem gefnar eru leiðbeiningar um hvernig má setja saman vopn og sprengjur af öllum gerðum finnast ekki lengur og þykjast ísraelsku sérfræðingarnir sjá fingrafar bresku leyniþjónustunnar á þessu dularfulla hvarfi.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Sjá meira