London: Tengsl við Sádi-Arabíu 31. júlí 2005 00:01 Næsta fimmtudag verða gerðar hryðjuverkaárásir í London, samkvæmt fregnum breskra fjölmiðla í dag. Þriðji hópur hryðjuverkamanna leggur á ráðin um slíkar árásir og þungvigtarmaður innan al-Qaida er talinn skipuleggjandinn. Hans er leitað í Bretlandi en vísbendingar eru einnig um tengsl við Sádi-Arabíu. Rannsóknin á hryðjuverkunum vindur sífellt meira upp á sig og nú hefur Sunday Times eftir heimildarmönnum að líklegt sé talið að þriðja hrina hryðjuverka verði gerð næsta fimmtudag, hálfum mánuði eftir síðustu hrinu. Skotmarkið verði á ný almenningsfarartæki en í þetta sinn sé búist við sjálfsmorðsárásum. Þessi hópur herskárra íslamista er sagður hafa aðgang að miklu magni sprengiefnis og lauslega tengdur mönnunum sem gerðu tilraunir til hryðjuverka fyrir rúmri viku. Sunnudagsblaðið Observer hefur eftir heimildarmönnum að talið sé að í það minnsta einn hátt settur stjórnandi í al-Qaida sé í Bretlandi. Sá er talinn hafa tekið þátt í siglingu í Wales með nokkrum af hryðjuverkamönnunum í byrjun júní á þessu ári. Talið er að hann hafi safnað liði í nokkra sjálfstætt starfandi hópa sem þekkist ekki endilega innbyrðis. Óvíst er um tengsl hans við hópinn sem talið er að geri árásir á fimmtudaginn kemur. Lögreglan handtók sex karla og eina konu í Sussex í dag en fólkið er ekki talið búa yfir mikilvægum upplýsingum. Að auki hafa yfirvöld í Sambíu verið beðin um að framselja Haroon Rashid Aswad, herskáan Breta sem talinn er tengjast málinu. Osman Hussain, sá hryðjuverkamannanna sem handsamaður var í Róm á föstudaginn, berst nú gegn framsali til Bretlands. Ítalskir fjölmiðlar hafa birt brot úr yfirheyrslunum yfir Osman og þar segir meðal annars að hópurinn hafi engin tengsl við al-Qaida, Osama bin Laden eða þá sem gerðu fyrri bylgju árása í London þar sem yfir fimmtíu voru drepnir. Það hafi verið stjórnmál, einkum stríðið í Írak, sem hafi leitt til þess að mönnunum fannst þeir þurfa að grípa til aðgerða. Árásirnar hafi hins vegar verið hugsaðar sem mótmæli þar sem enginn átti að meiðast, segir í ítölsku blaði. Annars staðar er haft eftir Osman að þeir hafi átt að fremja sjálfsmorðsárásir. Böndin berast nú einnig til Sádi-Arabíu þar sem Osman hringdi þangað nokkrum stundum áður en hann var handsamaður. Daily Telegraph hefur fyrir því heimildir að þarlend stjórnvöld rannsaki einnig hvort höfuðpaur hryðjuverkanna kunni að eiga sér bækistöð þar. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Næsta fimmtudag verða gerðar hryðjuverkaárásir í London, samkvæmt fregnum breskra fjölmiðla í dag. Þriðji hópur hryðjuverkamanna leggur á ráðin um slíkar árásir og þungvigtarmaður innan al-Qaida er talinn skipuleggjandinn. Hans er leitað í Bretlandi en vísbendingar eru einnig um tengsl við Sádi-Arabíu. Rannsóknin á hryðjuverkunum vindur sífellt meira upp á sig og nú hefur Sunday Times eftir heimildarmönnum að líklegt sé talið að þriðja hrina hryðjuverka verði gerð næsta fimmtudag, hálfum mánuði eftir síðustu hrinu. Skotmarkið verði á ný almenningsfarartæki en í þetta sinn sé búist við sjálfsmorðsárásum. Þessi hópur herskárra íslamista er sagður hafa aðgang að miklu magni sprengiefnis og lauslega tengdur mönnunum sem gerðu tilraunir til hryðjuverka fyrir rúmri viku. Sunnudagsblaðið Observer hefur eftir heimildarmönnum að talið sé að í það minnsta einn hátt settur stjórnandi í al-Qaida sé í Bretlandi. Sá er talinn hafa tekið þátt í siglingu í Wales með nokkrum af hryðjuverkamönnunum í byrjun júní á þessu ári. Talið er að hann hafi safnað liði í nokkra sjálfstætt starfandi hópa sem þekkist ekki endilega innbyrðis. Óvíst er um tengsl hans við hópinn sem talið er að geri árásir á fimmtudaginn kemur. Lögreglan handtók sex karla og eina konu í Sussex í dag en fólkið er ekki talið búa yfir mikilvægum upplýsingum. Að auki hafa yfirvöld í Sambíu verið beðin um að framselja Haroon Rashid Aswad, herskáan Breta sem talinn er tengjast málinu. Osman Hussain, sá hryðjuverkamannanna sem handsamaður var í Róm á föstudaginn, berst nú gegn framsali til Bretlands. Ítalskir fjölmiðlar hafa birt brot úr yfirheyrslunum yfir Osman og þar segir meðal annars að hópurinn hafi engin tengsl við al-Qaida, Osama bin Laden eða þá sem gerðu fyrri bylgju árása í London þar sem yfir fimmtíu voru drepnir. Það hafi verið stjórnmál, einkum stríðið í Írak, sem hafi leitt til þess að mönnunum fannst þeir þurfa að grípa til aðgerða. Árásirnar hafi hins vegar verið hugsaðar sem mótmæli þar sem enginn átti að meiðast, segir í ítölsku blaði. Annars staðar er haft eftir Osman að þeir hafi átt að fremja sjálfsmorðsárásir. Böndin berast nú einnig til Sádi-Arabíu þar sem Osman hringdi þangað nokkrum stundum áður en hann var handsamaður. Daily Telegraph hefur fyrir því heimildir að þarlend stjórnvöld rannsaki einnig hvort höfuðpaur hryðjuverkanna kunni að eiga sér bækistöð þar.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent