Enn hætta á frekari árásum 30. júlí 2005 00:01 Yfirheyrslur yfir mönnunum sem breska lögreglan handsamaði í gær hófust í morgun, en mennirnir eru taldir vera þeir sem gerðu misheppnaðar hryðjuverkaárásir í Lundúnum fyrir rúmri viku. Enn er talin hætta á frekari árásum og að hrina standi yfir. Talsmenn bresku lögreglunnar segja aðgerðir gærdagsins ekki marka endalok lögreglurannsóknarinnar heldur sé um að ræða viðtæka og umfangsmikla aðgerð sem muni ekki fara fram hjá almenningi á næstu dögum. Einnig sé mikilvægt að almenningur sé á verði. Megináherslan er lögð á að rekja netið sem hryðjuverkamennirnir tilheyra og komast að því hvort að frekari árásir voru eða eru fyrirhugaðar. Hryðjuverkasérfræðingar segja allt benda til þess að árásirnar sjöunda júlí og svo þær misheppnuðu hálfum mánuði síðar marki upphaf árásahrinu. Auk mannanna þriggja sem handteknir voru í Lundúnum í gær og eins sem lögreglan í Róm handsamaði greinir SKY-fréttastöðin frá því að einn maður til viðbótar hafi verið handtekinn í gærdag en það mun hafa verið bróðir eins tilræðismannsins. Óljóst er hvort að hann átti að vera fimmti tilræðismaðurinn en fimm sprengjur hafa fundist sem hefur verið túlkað sem svo að alls hafi átt að gera fimm árásir. Í kjölfar handtökunnar í Róm hefur lögregla á Ítalíu gert leit á í það minnsta fimmtán stöðum sem flestir tengjast innflytjendum frá Erítreu og Eþíópíu. Innflytjendur frá þeim löndum eru taldir hafa aðstoðað, Osman Hussain sem var handtekinn í Róm, við að fela spor sín. Það berast sífellt fleiri vísbendingar um að sá hryðjuverkahópur sem gerði árásirnar tuttugasta og fyrsta júlí í London eigi rætur sínar að rekja til Austur-Afríku. Tengsl eins hryðjuverkamannsins við Ítalíu beinir einnig athyglinni að hryðjuverkastarfsemi þar en í yfirlýsingum hryðjuverkahópa á Netinu, þar sem gengist er við árásunum í London, er öðrum ríkjum hótað, meðal annars Ítalíu. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira
Yfirheyrslur yfir mönnunum sem breska lögreglan handsamaði í gær hófust í morgun, en mennirnir eru taldir vera þeir sem gerðu misheppnaðar hryðjuverkaárásir í Lundúnum fyrir rúmri viku. Enn er talin hætta á frekari árásum og að hrina standi yfir. Talsmenn bresku lögreglunnar segja aðgerðir gærdagsins ekki marka endalok lögreglurannsóknarinnar heldur sé um að ræða viðtæka og umfangsmikla aðgerð sem muni ekki fara fram hjá almenningi á næstu dögum. Einnig sé mikilvægt að almenningur sé á verði. Megináherslan er lögð á að rekja netið sem hryðjuverkamennirnir tilheyra og komast að því hvort að frekari árásir voru eða eru fyrirhugaðar. Hryðjuverkasérfræðingar segja allt benda til þess að árásirnar sjöunda júlí og svo þær misheppnuðu hálfum mánuði síðar marki upphaf árásahrinu. Auk mannanna þriggja sem handteknir voru í Lundúnum í gær og eins sem lögreglan í Róm handsamaði greinir SKY-fréttastöðin frá því að einn maður til viðbótar hafi verið handtekinn í gærdag en það mun hafa verið bróðir eins tilræðismannsins. Óljóst er hvort að hann átti að vera fimmti tilræðismaðurinn en fimm sprengjur hafa fundist sem hefur verið túlkað sem svo að alls hafi átt að gera fimm árásir. Í kjölfar handtökunnar í Róm hefur lögregla á Ítalíu gert leit á í það minnsta fimmtán stöðum sem flestir tengjast innflytjendum frá Erítreu og Eþíópíu. Innflytjendur frá þeim löndum eru taldir hafa aðstoðað, Osman Hussain sem var handtekinn í Róm, við að fela spor sín. Það berast sífellt fleiri vísbendingar um að sá hryðjuverkahópur sem gerði árásirnar tuttugasta og fyrsta júlí í London eigi rætur sínar að rekja til Austur-Afríku. Tengsl eins hryðjuverkamannsins við Ítalíu beinir einnig athyglinni að hryðjuverkastarfsemi þar en í yfirlýsingum hryðjuverkahópa á Netinu, þar sem gengist er við árásunum í London, er öðrum ríkjum hótað, meðal annars Ítalíu.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira