Tímar hefndarinnar 28. júlí 2005 00:01 Hér rennur fram mikill vaðall úr ýmsum áttum og bréfum rignir yfir Egil. Mönnum er heitt í hamsi og ásakar hver annan vegna ólíkra skoðana á sama máli en margt er þó vel sagt. Egill veltir islamistum fyrir sér en mikið púður fer eins og venjulega í að skensa vinstri menn. Vitnar í fyrrum vinstrisinna, kollega sína, sem margir virðast álíta það höfuðsynd að reyna að greina orsakir atburðanna en sýnu göfugra að svamla í gruggi afleiðinganna. Þykir mér hinn franski Oliver Roy t.d. nokkuð skammsýnn er hann ályktar að herförin til Íraks geti ekki valdið hatri múslima á okkur vegna þess að Bin Laden hafi verið orðinn islamisti fyrir mars 2003. Þá leggjast menn alllágt er þeir hnýta í Jón Orm Halldórsson sem talar af meiri skynsemi og skilningi en aðrir menn um ástand heimsmála nú um stundir. Umræðan líður fyrir skort á sögulegri yfirsýn. Egill er þó vel að sér en nokkuð blindaður af vandlætingu yfir því sem hann kallar "hið dapurlega flóð apólógísmans frá vinstri kantinum." Samkvæmt skoðun hægrimanna er nefnilega ekkert sem við þurfum að laga, framkoma okkar gagnvart arabaheiminum er flekklaus. Þetta er hrokinn sem hefur leitt okkur út í það kviksyndi sem við erum nú stödd í. Ég gæti sett á langa ræðu um orsakir hermdarverka islamista en þess gerist ekki þörf. Stanslaus vestrænn yfirgangur í löndum islams alla 20. öldina a.m.k. hefur getið af sér þennan ófögnuð, eld sem brennur nú á okkar skinni. En við getum ekki afgreitt þetta með því að uppnefna þessa menn sem eru tilbúnir að deyja fyrir málstaðinn, tala um ómennsku þeirra. Það kallar fram í hugann myndir af tölvustýrðum múgmorðum bandarískra herflugvéla, fórnarlömbum viðskiptabannsins á Írak, þjóðarmorði Rússa í Téténíu, þjóðarfangabúðunum í Palestínu o.fl. Engin einföld leið virðist út úr þeim vandræðum sem við höfum kallað yfir okkur (við berum jú ábyrgð á lýðræðinu og kjörnum fulltrúum þess) en skynsamlegt gæti verið að draga úr yfirganginum í þessum löndum og koma Írak, Palestína og Sádí-Arabía fyrst upp í hugann. Við lifum nú tíma hefndarinnar, félagar, og við skulum ekki hrópa hver að öðrum heldur standa saman um að greina rætur vandans. Þá er kannski hugsanlegur möguleiki að við getum lagt okkar litla, íslenska lóð á vogarskál friðar í þessum heimi. Ingólfur Steinsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Hér rennur fram mikill vaðall úr ýmsum áttum og bréfum rignir yfir Egil. Mönnum er heitt í hamsi og ásakar hver annan vegna ólíkra skoðana á sama máli en margt er þó vel sagt. Egill veltir islamistum fyrir sér en mikið púður fer eins og venjulega í að skensa vinstri menn. Vitnar í fyrrum vinstrisinna, kollega sína, sem margir virðast álíta það höfuðsynd að reyna að greina orsakir atburðanna en sýnu göfugra að svamla í gruggi afleiðinganna. Þykir mér hinn franski Oliver Roy t.d. nokkuð skammsýnn er hann ályktar að herförin til Íraks geti ekki valdið hatri múslima á okkur vegna þess að Bin Laden hafi verið orðinn islamisti fyrir mars 2003. Þá leggjast menn alllágt er þeir hnýta í Jón Orm Halldórsson sem talar af meiri skynsemi og skilningi en aðrir menn um ástand heimsmála nú um stundir. Umræðan líður fyrir skort á sögulegri yfirsýn. Egill er þó vel að sér en nokkuð blindaður af vandlætingu yfir því sem hann kallar "hið dapurlega flóð apólógísmans frá vinstri kantinum." Samkvæmt skoðun hægrimanna er nefnilega ekkert sem við þurfum að laga, framkoma okkar gagnvart arabaheiminum er flekklaus. Þetta er hrokinn sem hefur leitt okkur út í það kviksyndi sem við erum nú stödd í. Ég gæti sett á langa ræðu um orsakir hermdarverka islamista en þess gerist ekki þörf. Stanslaus vestrænn yfirgangur í löndum islams alla 20. öldina a.m.k. hefur getið af sér þennan ófögnuð, eld sem brennur nú á okkar skinni. En við getum ekki afgreitt þetta með því að uppnefna þessa menn sem eru tilbúnir að deyja fyrir málstaðinn, tala um ómennsku þeirra. Það kallar fram í hugann myndir af tölvustýrðum múgmorðum bandarískra herflugvéla, fórnarlömbum viðskiptabannsins á Írak, þjóðarmorði Rússa í Téténíu, þjóðarfangabúðunum í Palestínu o.fl. Engin einföld leið virðist út úr þeim vandræðum sem við höfum kallað yfir okkur (við berum jú ábyrgð á lýðræðinu og kjörnum fulltrúum þess) en skynsamlegt gæti verið að draga úr yfirganginum í þessum löndum og koma Írak, Palestína og Sádí-Arabía fyrst upp í hugann. Við lifum nú tíma hefndarinnar, félagar, og við skulum ekki hrópa hver að öðrum heldur standa saman um að greina rætur vandans. Þá er kannski hugsanlegur möguleiki að við getum lagt okkar litla, íslenska lóð á vogarskál friðar í þessum heimi. Ingólfur Steinsson
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun