Blair segir Breta hvergi hvika 26. júlí 2005 00:01 Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að bresk stjórnvöld myndu ekki "hvika svo mikið sem þumlung" fyrir hryðjuverkamönnum og ekki láta þá hafa nein áhrif á stjórnarstefnuna, svo sem í Írak eða Miðausturlöndum. Bresk lögregluyfirvöld upplýstu að tveir mannanna sem eftirlýstir eru fyrir að hafa staðið að hinum misheppnuðu sprengjutilræðum í Lundúnum í síðustu viku séu löglegir innflytjendur sem fluttu á barnsaldri til Bretlands frá Sómalíu og Erítreu. Blair sagði þetta eftir fund með forystumönnum stjórnarandstöðunnar þar sem hann ræddi ný hryðjuverkavarnalög sem hafa það að markmiði að hindra að sjálfsmorðssprengjuárásir á borð við þær sem framdar voru þann 7. júlí gætu endurtekið sig, en þær kostuðu 52 manns lífið auk árásarmannanna fjögurra. Á mánaðarlegum blaðamannafundi sínum sagði Blair að viðbrögð Lundúnabúa við árásunum 7. og 21. júlí hefðu verið "undraverð". "Lundúnabúar sæta mikilli prófraun en standa keikir," sagði hann. Spurður hvort virk þátttaka Breta í innrásinni í Írak hefði kynt undir hryðjuverkaárásum víða um heim og í Lundúnum sagði Blair að það væri engin afsökun til fyrir verkum sprengjumannanna. "Hvaða afsökun eða réttlætingu þessir menn finna sér tel ég ekki að við eigum að gefa svo mikið sem þumlung eftir, ekki í þessu landi (...) né í Írak né Afganistan, né hvað varðar stuðning okkar við Ísrael og Palestínu, né í stuðningi okkar við þá bandamenn sem við kjósum okkur, þar á meðal Bandaríkin. Við eigum ekki að gefa þessu liði einn einasta þumlung eftir," sagði Blair. Breska innanríkisráðuneytið upplýsti að tveir mannanna fjögurra sem eftirlýstir eru vegna misheppnuðu sprengjuárásanna sl. fimmtudag hafi flutst til Bretlands á barnsaldri, en fjölskyldur þeirra komu þangað sem flóttamenn frá A-Afríku. Annar heitir Yasin Hassan Omar, en hann var 11 ára er hann kom til Bretlands frá Sómalíu árið 1992. Hann reyndi að sprengja sprengju í jarðlest við Warren Street-stöðina. Hinn heitir Muktar Said Ibrahim, einnig þekktur sem Muktar Mohammed Said, en hann kom til landsins tólf ára að aldri árið 1990, fékk dvalarleyfi árið 1992 og breskan ríkisborgararétt árið 2004. Sprengjusérfræðingar rannsökuðu grunsamlegt efni sem fannst í íbúð í Norður-Lundúnum sem Said er sagður hafa komið í nýlega. Bíll sem fannst þar nálægt var einnig rannsakaður. Alls eru nú fimm manns í haldi lögreglu í tengslum við rannsóknina. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að bresk stjórnvöld myndu ekki "hvika svo mikið sem þumlung" fyrir hryðjuverkamönnum og ekki láta þá hafa nein áhrif á stjórnarstefnuna, svo sem í Írak eða Miðausturlöndum. Bresk lögregluyfirvöld upplýstu að tveir mannanna sem eftirlýstir eru fyrir að hafa staðið að hinum misheppnuðu sprengjutilræðum í Lundúnum í síðustu viku séu löglegir innflytjendur sem fluttu á barnsaldri til Bretlands frá Sómalíu og Erítreu. Blair sagði þetta eftir fund með forystumönnum stjórnarandstöðunnar þar sem hann ræddi ný hryðjuverkavarnalög sem hafa það að markmiði að hindra að sjálfsmorðssprengjuárásir á borð við þær sem framdar voru þann 7. júlí gætu endurtekið sig, en þær kostuðu 52 manns lífið auk árásarmannanna fjögurra. Á mánaðarlegum blaðamannafundi sínum sagði Blair að viðbrögð Lundúnabúa við árásunum 7. og 21. júlí hefðu verið "undraverð". "Lundúnabúar sæta mikilli prófraun en standa keikir," sagði hann. Spurður hvort virk þátttaka Breta í innrásinni í Írak hefði kynt undir hryðjuverkaárásum víða um heim og í Lundúnum sagði Blair að það væri engin afsökun til fyrir verkum sprengjumannanna. "Hvaða afsökun eða réttlætingu þessir menn finna sér tel ég ekki að við eigum að gefa svo mikið sem þumlung eftir, ekki í þessu landi (...) né í Írak né Afganistan, né hvað varðar stuðning okkar við Ísrael og Palestínu, né í stuðningi okkar við þá bandamenn sem við kjósum okkur, þar á meðal Bandaríkin. Við eigum ekki að gefa þessu liði einn einasta þumlung eftir," sagði Blair. Breska innanríkisráðuneytið upplýsti að tveir mannanna fjögurra sem eftirlýstir eru vegna misheppnuðu sprengjuárásanna sl. fimmtudag hafi flutst til Bretlands á barnsaldri, en fjölskyldur þeirra komu þangað sem flóttamenn frá A-Afríku. Annar heitir Yasin Hassan Omar, en hann var 11 ára er hann kom til Bretlands frá Sómalíu árið 1992. Hann reyndi að sprengja sprengju í jarðlest við Warren Street-stöðina. Hinn heitir Muktar Said Ibrahim, einnig þekktur sem Muktar Mohammed Said, en hann kom til landsins tólf ára að aldri árið 1990, fékk dvalarleyfi árið 1992 og breskan ríkisborgararétt árið 2004. Sprengjusérfræðingar rannsökuðu grunsamlegt efni sem fannst í íbúð í Norður-Lundúnum sem Said er sagður hafa komið í nýlega. Bíll sem fannst þar nálægt var einnig rannsakaður. Alls eru nú fimm manns í haldi lögreglu í tengslum við rannsóknina.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira