Hærri vextir á sumarhúsalánum 25. júlí 2005 00:01 Vextir á lánum til kaupa á sumarhúsum eru hærri en á lánum til annarra fasteignaviðskipta. Útibússtjóri Landsbankans segir óeðlilegt að slík lán njóti sömu kjara og lán til íbúðarkaupa. Ekkert hefur dregið úr byggingu nýrra sumarbústaða þrátt fyrir stóraukna fjárfestingu í íbúðarhúsnæði og að vextir af lánum til sumarbústaða séu talsvert hærri en af lánum til íbúðarhúsnæðis. Verð á notuðum sumarbústöðum hafa þó ekki hækkað jafn ört og á íbúðarhúsnæði, að minnsta kosti húsnæði á höfuðborgarsvæðinu, sem bendir til þess að þessi markaður sé í meira jafnvægi. Bankarnir hafa verið að lána á vöxtum frá 4,90 prósentum til bústaðabygginga, sem eru talsvert hærri vextir en til íbúðakaupa, og ekki er lánað meira en 60 prósent af kaupverði, eða byggingarkostnaði. Að sögn Kristins Bjarnasonar hjá Frjálsa fjárfestingabankanum stafar þessi munur ekki síst af því að eigendum sumarhúsa er ekki skylt að tryggja sig gegn vatnstjónum, eins og brunatjónum, en vatnstjón eru algeng tjón í sumarhúsum. Þá eru leigulóðarsamningar í sumum tilvikum ekki langt fram í tímann og loks er hægt að flytja sumarbústaði af sökklum sínum, eða stela veðinu, ef svo má segja, þótt ekki hafi enn komið til þess, að sögn Kristins. Ekki eru allir sáttir við að vextir af sumarhúsalánum séu hærri en þegar um íbúðir er að ræða. Árni Emilsson, útibússtjóri Landsbankans í Austurstræti, segir ekki eðlilegt að sumarhúsavextir fari niður í 4,15 prósent. Það sé aðeins þegar um sé að ræða mjög seljanlegar eignir með stærra kaupendahóp. Mun færri hafi ráð á því að kaupa sér sumarhús og því eðlilegt að hærri vextir séu á slíkum lánum. Árni vill þó ekkert útiloka. Hann segir samkeppni bankanna mikla og ekki óhugsandi að bankarnir fari að berjast á þessum markaði eins og öðrum. Innlent Viðskipti Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Vextir á lánum til kaupa á sumarhúsum eru hærri en á lánum til annarra fasteignaviðskipta. Útibússtjóri Landsbankans segir óeðlilegt að slík lán njóti sömu kjara og lán til íbúðarkaupa. Ekkert hefur dregið úr byggingu nýrra sumarbústaða þrátt fyrir stóraukna fjárfestingu í íbúðarhúsnæði og að vextir af lánum til sumarbústaða séu talsvert hærri en af lánum til íbúðarhúsnæðis. Verð á notuðum sumarbústöðum hafa þó ekki hækkað jafn ört og á íbúðarhúsnæði, að minnsta kosti húsnæði á höfuðborgarsvæðinu, sem bendir til þess að þessi markaður sé í meira jafnvægi. Bankarnir hafa verið að lána á vöxtum frá 4,90 prósentum til bústaðabygginga, sem eru talsvert hærri vextir en til íbúðakaupa, og ekki er lánað meira en 60 prósent af kaupverði, eða byggingarkostnaði. Að sögn Kristins Bjarnasonar hjá Frjálsa fjárfestingabankanum stafar þessi munur ekki síst af því að eigendum sumarhúsa er ekki skylt að tryggja sig gegn vatnstjónum, eins og brunatjónum, en vatnstjón eru algeng tjón í sumarhúsum. Þá eru leigulóðarsamningar í sumum tilvikum ekki langt fram í tímann og loks er hægt að flytja sumarbústaði af sökklum sínum, eða stela veðinu, ef svo má segja, þótt ekki hafi enn komið til þess, að sögn Kristins. Ekki eru allir sáttir við að vextir af sumarhúsalánum séu hærri en þegar um íbúðir er að ræða. Árni Emilsson, útibússtjóri Landsbankans í Austurstræti, segir ekki eðlilegt að sumarhúsavextir fari niður í 4,15 prósent. Það sé aðeins þegar um sé að ræða mjög seljanlegar eignir með stærra kaupendahóp. Mun færri hafi ráð á því að kaupa sér sumarhús og því eðlilegt að hærri vextir séu á slíkum lánum. Árni vill þó ekkert útiloka. Hann segir samkeppni bankanna mikla og ekki óhugsandi að bankarnir fari að berjast á þessum markaði eins og öðrum.
Innlent Viðskipti Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira