Methagnaður Burðaráss 13. október 2005 19:34 Burðarás stefnir að frekari erlendum fjárfestingum í framtíðinni segir forstjóri félagsins. Burðarás hagnaðist um 20 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Ekkert félag í Íslensku kauphöllinni hefur nokkurn tíma hagnast jafnmikið á svo stuttum tíma. Hagnaður Burðaráss fyrstu sex mánuði ársins nam tæpum 25 milljörðum króna, en þar af var hagnaður á öðrum ársfjórðungi 20 milljarðar króna. Ekkert íslenskt fyrirtæki hefur hagnast svo hressilega á einum ársfjórðungi og Burðarás gerði á síðustu þremur mánuðum. Helmingur hagnaðarins er tilkominn vegna sölu fyrirtækisins á Eimskipafélaginu en hagnaður af annarri fjárfestingastarfsemi nam rúmum 12 milljörðum króna. Heildareignir Burðaráss eru nú 117 milljarðar en Burðarás á skráðar eignir fyrir 85 milljarða króna og óskráðar eignir fyrir rúma 19 milljarða. Verðmætustu eignir félagsins eru í Íslandsbanka, Skandia og Carnegie en stærsta óskráða eign fyrirtækisins, er í Avion Group sem félagið fékk að hluta til í skiptum fyrir Eimskip. Aðspurður um hvað fyrirtækið ætli að gera við þennan mikla hagnað sagði Friðrik Jóhannsson, forstjóri, að mörg verkefni væru til skoðunar, bæði hér heima og erlendis. Hann sagði jafnframt að þunginn í fjárfestingum þeirra væri að flytjast meria til útlanda. Hann sagði að Burðarás hygðist gera tilboð í Símann ásamt hópi fjárfesta og að nokkur verkefni væru til skoðunar erlendis. Hann sagði líka að ein stærsta eign félagsins væri í Skandia og að það væri góð fjárfesting með mikla ávöxtunarmöguleika. Burðarás á 4,5 prósent í félaginu en Friðrik vill ekki segja nákvæmlega til um hversu stóran hlut Burðarás hefur í hyggju að eignast í félaginu. Á tímabilinu fjárfesti Burðarás í Novator, sem er fjárfestingarfélag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, fyrir um fjóra milljarða króna. Novator leggur höfuðáherslu á fjárfestingar í fjarskiptafyrirtækjum. Friðrik sagði að erfitt sé að segja til um næstu skref. Tækifærin kæmu fyrirvaralaust og ákvarðanir oft teknar með skömmum fyrirvara. Innlent Viðskipti Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Burðarás stefnir að frekari erlendum fjárfestingum í framtíðinni segir forstjóri félagsins. Burðarás hagnaðist um 20 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Ekkert félag í Íslensku kauphöllinni hefur nokkurn tíma hagnast jafnmikið á svo stuttum tíma. Hagnaður Burðaráss fyrstu sex mánuði ársins nam tæpum 25 milljörðum króna, en þar af var hagnaður á öðrum ársfjórðungi 20 milljarðar króna. Ekkert íslenskt fyrirtæki hefur hagnast svo hressilega á einum ársfjórðungi og Burðarás gerði á síðustu þremur mánuðum. Helmingur hagnaðarins er tilkominn vegna sölu fyrirtækisins á Eimskipafélaginu en hagnaður af annarri fjárfestingastarfsemi nam rúmum 12 milljörðum króna. Heildareignir Burðaráss eru nú 117 milljarðar en Burðarás á skráðar eignir fyrir 85 milljarða króna og óskráðar eignir fyrir rúma 19 milljarða. Verðmætustu eignir félagsins eru í Íslandsbanka, Skandia og Carnegie en stærsta óskráða eign fyrirtækisins, er í Avion Group sem félagið fékk að hluta til í skiptum fyrir Eimskip. Aðspurður um hvað fyrirtækið ætli að gera við þennan mikla hagnað sagði Friðrik Jóhannsson, forstjóri, að mörg verkefni væru til skoðunar, bæði hér heima og erlendis. Hann sagði jafnframt að þunginn í fjárfestingum þeirra væri að flytjast meria til útlanda. Hann sagði að Burðarás hygðist gera tilboð í Símann ásamt hópi fjárfesta og að nokkur verkefni væru til skoðunar erlendis. Hann sagði líka að ein stærsta eign félagsins væri í Skandia og að það væri góð fjárfesting með mikla ávöxtunarmöguleika. Burðarás á 4,5 prósent í félaginu en Friðrik vill ekki segja nákvæmlega til um hversu stóran hlut Burðarás hefur í hyggju að eignast í félaginu. Á tímabilinu fjárfesti Burðarás í Novator, sem er fjárfestingarfélag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, fyrir um fjóra milljarða króna. Novator leggur höfuðáherslu á fjárfestingar í fjarskiptafyrirtækjum. Friðrik sagði að erfitt sé að segja til um næstu skref. Tækifærin kæmu fyrirvaralaust og ákvarðanir oft teknar með skömmum fyrirvara.
Innlent Viðskipti Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira