Skjóta til að drepa 22. júlí 2005 00:01 Ótti og spenna ríkir í Lundúnum, eftir að grunaður hryðjuverkamaður var skotinn til bana á lestarstöð í dag. Einn maður hefur verið handtekinn og birtar hafa verið myndir af fjórum öðrum mönnum sem grunaðir eru um sprengjutilræðin í borginni í gær. Lögreglan hefur skipanir um að skjóta til að drepa ef talið er að menn séu með sprengiefni á sér. Sjónarvottar segja að skelfing hafi gripið um sig á Stockwell járnbrautarstöðinni, í Lundúnum, þegar vopnaðir lögreglumenn birtust skyndilega á harðahlaupum, á eftir manni sem var í þykkum vetrarjakka þrátt fyrir sumarhitann. Maðurinn stökk yfir grindverk og girðingar, og sinnti ekki hrópum lögreglumannanna um að stoppa. Manninum tókst að komast inn á Stockwell brautarstöðina, en þar náðu lögreglumennirnir honum og skutu hann til bana. Sjónarvottar segja að hann hafi verið skotinn fimm eða sex skotum. Reglur bresku lögreglunar mæla fyrir um að skotvopnum sé aðeins beitt í ítrustu neyð, og þá reynt að gera menn óvíga. Um grunaða sprengjumorðingja gildir öðru máli, þá á að skjóta til þess að drepa. Ken Livingstone, borgarstjóri Lundúna, sagði að stundum væri lögreglan neydd til þess að drepa, ef ógnin væri mikil. Hann sagði að ef verið væri að fást við einstklinga sem líta út fyrir að vera sjálfsmorðsárásarmenn og sá aðili er með meðvitund og getur hugsanlega sprengt sprengjuna þá eru yfirgnæfandi líkur á því að hann verði skotinn með það í huga að drepa hann. Lögreglan hefur engar upplýsingar gefið um þann sem var skotinn, nema að hann tengist sprengjutilræðunum í Lundúnum, í gær. Þau voru nánast endurtekning á tilræðunum fyrir hálfum mánuði, nema hvað í gær sprungu sprengjurnar ekki. Síðdegis í dag handtók lögreglan mann í grennd við Stockwell lestarstöðina og hún hefur birt myndir af fjórum mönnum, til viðbótar, sem grunaðir eru um þáttöku í sprengjutilræðunum, í gær. Gerðar hafa verið húsleitir á nokkrum stöðum, í Lundúnum, í dag, en lögreglan hefur ekki upplýst hvort þær hafi skilað einhverjum árangri. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að myrða sendiráðssstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Sjá meira
Ótti og spenna ríkir í Lundúnum, eftir að grunaður hryðjuverkamaður var skotinn til bana á lestarstöð í dag. Einn maður hefur verið handtekinn og birtar hafa verið myndir af fjórum öðrum mönnum sem grunaðir eru um sprengjutilræðin í borginni í gær. Lögreglan hefur skipanir um að skjóta til að drepa ef talið er að menn séu með sprengiefni á sér. Sjónarvottar segja að skelfing hafi gripið um sig á Stockwell járnbrautarstöðinni, í Lundúnum, þegar vopnaðir lögreglumenn birtust skyndilega á harðahlaupum, á eftir manni sem var í þykkum vetrarjakka þrátt fyrir sumarhitann. Maðurinn stökk yfir grindverk og girðingar, og sinnti ekki hrópum lögreglumannanna um að stoppa. Manninum tókst að komast inn á Stockwell brautarstöðina, en þar náðu lögreglumennirnir honum og skutu hann til bana. Sjónarvottar segja að hann hafi verið skotinn fimm eða sex skotum. Reglur bresku lögreglunar mæla fyrir um að skotvopnum sé aðeins beitt í ítrustu neyð, og þá reynt að gera menn óvíga. Um grunaða sprengjumorðingja gildir öðru máli, þá á að skjóta til þess að drepa. Ken Livingstone, borgarstjóri Lundúna, sagði að stundum væri lögreglan neydd til þess að drepa, ef ógnin væri mikil. Hann sagði að ef verið væri að fást við einstklinga sem líta út fyrir að vera sjálfsmorðsárásarmenn og sá aðili er með meðvitund og getur hugsanlega sprengt sprengjuna þá eru yfirgnæfandi líkur á því að hann verði skotinn með það í huga að drepa hann. Lögreglan hefur engar upplýsingar gefið um þann sem var skotinn, nema að hann tengist sprengjutilræðunum í Lundúnum, í gær. Þau voru nánast endurtekning á tilræðunum fyrir hálfum mánuði, nema hvað í gær sprungu sprengjurnar ekki. Síðdegis í dag handtók lögreglan mann í grennd við Stockwell lestarstöðina og hún hefur birt myndir af fjórum mönnum, til viðbótar, sem grunaðir eru um þáttöku í sprengjutilræðunum, í gær. Gerðar hafa verið húsleitir á nokkrum stöðum, í Lundúnum, í dag, en lögreglan hefur ekki upplýst hvort þær hafi skilað einhverjum árangri.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að myrða sendiráðssstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Sjá meira